Kristín Mjöll Jakobsdóttir 30.08.1965-

Kristín Mjöll Jakobsdóttir nam fagottleik við Tónlistarskólann í Reykjavík hjá Sigurði Markússyni, aflaði sér framhaldsmenntunar í Bandaríkjunum og lauk Mastersprófi frá Yale School of Music vorið 1989. Ennfremur stundaði hún nám við Sweelinck Conservatorium í Amsterdam og í Cincinnati, Ohio. Veturinn 1991-92 starfaði Kristín með Fílharmóníuhljómsveitinni í Hong Kong og var búsett þar til 1998. Á Íslandi hefur hún starfað með með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Kammersveit Reykjavíkur, Íslensku óperunni og ýmsum kammerhópum. Kristín Mjöll starfar jafnframt við kennslu.

Kristín Mjöll hefur reglulega haldið einleiks- og kammertónleika, á Íslandi, í Bandaríkjunum, Kanada og Hong Kong. Kristín Mjöll nýtur nú 3ja mánaða starfslauna listamanna en áður hlaut hún starfslaun árið 2007. Þá frumflutti hún einleiksverk fyrir fagott eftir Atla Heimi Sveinsson og Önnu Þorvaldsdóttur. Í október 2009 lék Kristín Mjöll einleik í Chamber Concerto V eftir bandaríska tónskáldið Elliot Schwartz með City Chamber Orchestra of Hong Kong á Musicarama tónlistarhátíðinni í Hong Kong.

Staðir

Tónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi -
Menntaskólinn í Reykjavík Nemandi -
Yale háskóli Háskólanemi -1989

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Fagottkennari, fagottleikari, háskólanemi, nemandi, tónlistarmaður og tónlistarnemandi
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 25.02.2016