Magnús Ólafsson 1573-1636

Prestur og skáld í Laufási við Eyjafjörð frá 1622 til dauðadags. „Hann var fátækra manna og sjálfur órríkur, þó vel að sér“, segir Espólín. Missti föður sinn, bláfætækan bónda í Svarfaðardal, barnungur og móðirin fór á flakk með hann en varð úti en drengurinn bjargaðist. Fór utan til náms við Kaupmannahafnarháskóla 1596 og sneri aftur 1599. Gerðist þá líklega kennari í Hólaskóla, síðar skólastjóri þar í skamman tíma. Prestur á Möðruvöllum í Hörgárdal um tíma eða til 1607 er hann missti prestskap fyrir lausaleiksbrot, var aðstoðarprestur á Völlum 1620-1621 en gegndi rektorsembætti á Hólum sama ár. Fékk Laufás 1622 og helt til æviloka. Orti m.a. sálminn Sæll Jesús sæti. <p>&nbsp;</p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ III bindi, bls. 447.</p>

Erindi


Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 15.03.2019