Þorvaldur Böðvarsson 21.5.1758-21.11.1836

<p>Prestur og sálmaskáld. Stúdent 1774 frá Skálholtsskóla. Aðstoðarprestur á Breiðabólstað í Fljótshlíð, Rang. 1783-1788. Prestur á Reynivöllum í Kjós 1804-1810, í Holti í Önundarfirði, Ís. 1810-1821, á Melum í Melasveit, Borg. 1821-1826 og í Holti undir Eyjafjöllum, Rang. frá 1826 til dauðadags. Prófastur í Ísafjarðarprófastsdæmi 1817-1821. Var gáfumaður, vel að sér, kennimaður góður og skáldmæltur.</p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ VI bindi, bls. 240-241.</p>

Staðir

Breiðabólstaðarkirkja Rangárvöllum Prestur 1783-1788
Reynivallakirkja Prestur 1804-1810
Holtskirkja Prestur 1810-1821
Holtskirkja undir Eyjafjöllum Prestur 1826-1836

Erindi


Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 16.07.2015