Gunnar Árnason 13.06.1901-31.07.1985

Gunnar fæddist á Skútustöðum í Mývatnssveit. Foreldrar hans voru Árni Jónsson, prófastur og alþingismaður á Skútustöðum, og k.h., Auður Gísladóttir húsfreyja.

Árni Jónsson var sonur Árna Jónssonar, bónda á Skútustöðum, og Þuríðar, dóttur Helga Ásmundssonar, ættföður Skútustaðaættar, en Auður var systir Ásmundar, prófasts á Hálsi í Fnjóskadal, föður Einars, hrl. og ritstjóra Morgunblaðsins, og systir Garðars stórkaupmanns, afa Garðars Halldórssonar arkitekts, Garðars Gíslasonar hæstaréttardómara og Þóru Kristjánsdóttur listfræðings.

Meðal systkina Gunnars voru Inga, móðir Þórs Vilhjálmssonar dómara og Auðar Eirar, prests Kvennakirkjunnar; Þóra, móðir Ármanns Kristinssonar sakadómara, og Ólöf Dagmar, móðir Hjördísar B. Hákonardóttur, fyrrv. hæstaréttardómara.

Eiginkona Gunnars var Sigríður, dóttir Stefáns Magnúsar Jónssonar, prests á Bergsstöðum í Svartárdal, og k.h., Þóru Jónsdóttur, og eignuðust þau Gunnar og Sigríður fimm börn, Þóru, félagsráðgjafa í Svíþjóð, Árna, skrifstofustjóra í mennta- málaráðuneytinu, Stefán Magnús, forstöðumann í Seðlabanka Íslands, Auðólf lækni og Hólmfríði Kolbrúnu, dr. í heilbrigðisvísindum.

Gunnar lauk stúdentsprófi frá MR 1921 og embættisprófi í guðfræði frá HÍ 1925. Hann var sóknarprestur í Bergsstaðaprestakalli með búsetu og búskap á Æsustöðum 1925-52, sóknarprestur í Bústaðaprestakalli frá 1952 og tók við þjónustu Kópa- vogsprestakalls er því var skipt úr Bústaðaprestakalli 1964, jafnan með búsetu í Kópavogi. Hann lét af prestsþjónustu 1971.

Gunnar var afkastamikill rithöfundur, samdi þónokkur útvarps- leikrit, tók saman sagnfræði og þjóðfræðiþætti, samdi bókakafla í ýmis rit og var afkastamikill þýðandi.

Merkir Íslendingar. Morgunblaðið 13. júní 2017, bls. 27

Prestur. Stúdent í Reykjavík 1921 og Cand. theol frá HÍ 1925. Settur sóknarprestur á Bergsstöðum 10. október 1925, sat á Æsustöðum sem varð prestssetur 1926. Fékk Bústaðaprestakall 20. október 1952 og Kópavogsprestakall 1. janúar 1964.

Heimild: Guðfræðingatal Björns Magnússonar 1847 – 1975 bls. 136-37

Staðir

Bergsstaðakirkja Prestur 10.10. 1925-1952
Bústaðakirkja Prestur 20.10. 1952-1964
Kópavogskirkja Prestur 01.01. 1964-1971
Menntaskólinn í Reykjavík Nemandi -1921
Háskóli Íslands Háskólanemi -1925

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 13.06.2017