Gunnar Árnason 13.06.1901-31.07.1985

<p>Gunnar fæddist á Skútustöðum í Mývatnssveit. Foreldrar hans voru Árni Jónsson, prófastur og alþingismaður á Skútustöðum, og k.h., Auður Gísladóttir húsfreyja.</p> <p>Árni Jónsson var sonur Árna Jónssonar, bónda á Skútustöðum, og Þuríðar, dóttur Helga Ásmundssonar, ættföður Skútustaðaættar, en Auður var systir Ásmundar, prófasts á Hálsi í Fnjóskadal, föður Einars, hrl. og ritstjóra Morgunblaðsins, og systir Garðars stórkaupmanns, afa Garðars Halldórssonar arkitekts, Garðars Gíslasonar hæstaréttardómara og Þóru Kristjánsdóttur listfræðings.</p> <p>Meðal systkina Gunnars voru Inga, móðir Þórs Vilhjálmssonar dómara og Auðar Eirar, prests Kvennakirkjunnar; Þóra, móðir Ármanns Kristinssonar sakadómara, og Ólöf Dagmar, móðir Hjördísar B. Hákonardóttur, fyrrv. hæstaréttardómara.</p> <p>Eiginkona Gunnars var Sigríður, dóttir Stefáns Magnúsar Jónssonar, prests á Bergsstöðum í Svartárdal, og k.h., Þóru Jónsdóttur, og eignuðust þau Gunnar og Sigríður fimm börn, Þóru, félagsráðgjafa í Svíþjóð, Árna, skrifstofustjóra í mennta- málaráðuneytinu, Stefán Magnús, forstöðumann í Seðlabanka Íslands, Auðólf lækni og Hólmfríði Kolbrúnu, dr. í heilbrigðisvísindum.</p> <p>Gunnar lauk stúdentsprófi frá MR 1921 og embættisprófi í guðfræði frá HÍ 1925. Hann var sóknarprestur í Bergsstaðaprestakalli með búsetu og búskap á Æsustöðum 1925-52, sóknarprestur í Bústaðaprestakalli frá 1952 og tók við þjónustu Kópa- vogsprestakalls er því var skipt úr Bústaðaprestakalli 1964, jafnan með búsetu í Kópavogi. Hann lét af prestsþjónustu 1971.</p> <p>Gunnar var afkastamikill rithöfundur, samdi þónokkur útvarps- leikrit, tók saman sagnfræði og þjóðfræðiþætti, samdi bókakafla í ýmis rit og var afkastamikill þýðandi.</p> <p align="right">Merkir Íslendingar. Morgunblaðið 13. júní 2017, bls. 27</p> <p>Prestur. Stúdent í Reykjavík 1921 og Cand. theol frá HÍ 1925. Settur sóknarprestur á Bergsstöðum 10. október 1925, sat á Æsustöðum sem varð prestssetur 1926. Fékk Bústaðaprestakall 20. október 1952 og Kópavogsprestakall&nbsp;1. janúar 1964.</p> <p align="right">Heimild: Guðfræðingatal Björns Magnússonar 1847 – 1975 bls. 136-37</p>

Staðir

Bergsstaðakirkja Prestur 10.10. 1925-1952
Bústaðakirkja Prestur 20.10. 1952-1964
Kópavogskirkja Prestur 01.01. 1964-1971
Menntaskólinn í Reykjavík Nemandi -1921
Háskóli Íslands Háskólanemi -1925

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 13.06.2017