Helga Ingólfsdóttir 25.01.1942-21.10.2009
<p>Helga lauk einleikaraprófi í píanóleik frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1963 en í framhaldsnámi í Þýskalandi lagði hún fyrir sig semballeik og var brautryðjandi í þeirri grein á Íslandi. Aðalstarfsvettvangur Helgu varð í Skálholti þar sem hún stofnaði til Sumartónleika í Skálholtskirkju með dyggum stuðningi eiginmanns síns og <a href="http://www.ismus.is/i/person/id-1006015">Manuelu Wiesler flautuleikara</a>. Helga var listrænn stjórnandi sumartónlistarhátíðarinnar í þrjátíu ár, eða þar til hún dró sig í hlé vegna veikinda. Tónverk, sem hún lék eða tók þátt í, skipta hundruðum. Hún lagði sig og fram um að draga fram fornan íslenskan tónlistararf og fyrir hvatningu hennar lögðu mörg tónskáld út af þessum gamla söngarfi.</p>
<p>Helga hlaut margs konar viðurkenningu fyrir tónlistarstarf sitt, m.a. riddarakross íslensku fálkaorðunnar 2001 og heiðursverðlaun Íslensku tónlistarverðlaunanna árið 2004.</p>
<p>Foreldrar Helgu voru Ingólfur Davíðsson grasafræðingur og Agnes Davíðsson (fædd Christensen). Eftirlifandi eiginmaður hennar er Þorkell Helgason stærðfræðingur.</p>
<p align="right">Andlátsfregn í Morgunblaðinu 22. október 2009, bls. 6.</p>
Hópar
Hópur 1 | Stöður | Frá | Til |
---|---|---|---|
Kammersveit Reykjavíkur | Semballeikari | 1974 |
Skjöl
![]() |
Helga Ingólfsdóttir | Mynd/jpg |
![]() |
Manuela og Helga | Mynd/jpg |
Tengt efni á öðrum vefjum
- Andlátsfregn. Morgunblaðið. 22. október 2009, bls. 6.
- Minningar. Morgunblaðið. 13. nóvember 2009, bls. 40-41.
- Minningar. Morgunblaðið. 14. nóvember 2009, bls. 44.
- Minningar. Morgunblaðið. 2. nóvember 2009, bls. 18-19.
- Minningar. Morgunblaðið. 7. nóvember 2009, bls. 47.
- Útgefin hljóðrit á Amazon.com
- Útgefin hljóðrit á iTunes.com
Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 10.09.2015