Bjarni Valtýr Guðjónsson 17.02.1929-28.06.2015

<p>Bjarni Valtýr fæddist á Svignaskarði í Borgarfirði 17. febrúar 1929. Hann lést á Land- spítalanum 28. júní 2015.</p> <p>Hann var sonur hjónanna Málfríðar Þorbjargar Þorbergsdóttur húsfreyju, f. 13. janúar 1896, d. 6. júní 1990, og Guðjóns Guðmundssonar, bónda á Svarf- hóli, f. 31. ágúst 1893, d. 5. janúar 1976.</p> <p>Bjarni Valtýr flutti eins árs gamall með foreldrum sínum að Svarfhóli í Hraunhreppi, Mýra- sýslu, og ólst þar upp og bjó þar til ársins 1977 að hann fluttist með móður sinni til Borgarness. Hóf þá störf í byggingavörudeild Kaupfélags Borgfirðinga og starfaði þar til sjötugs. Bjarni Valtýr var organisti í kirkjunum á Staðarhrauni, Ökrum, Álftártungu, Álftanesi og að Borg til dauðadags, alls í 72 ár frá því hann fyrst lék við sína eigin fermingu á Staðarhrauni árið 1943.</p> <p>Bjarni Valtýr lauk stúdentsprófi árið 1952 frá MR, nam við söngskóla Þjóðkirkjunnar 1953, stundaði nám í heimspeki, uppeldisfræðum, ensku og dönsku við Háskóla Íslands á árunum 1955-1960 og lauk áfangaprófum. Bjarni Valtýr sat í stjórnum og starfaði að framgangi fjölda félaga og félagasamtaka, s.s. Ungmennafélagsins Björns Hítdælakappa, Félagsheimilisins Lyngbrekku, Örnefnanefndar UMSB, Sögufélags Borgarfjarðar, Gróðurverndarnefndar Mýrasýslu, Náttúruverndarnefndar Mýrasýslu, áfengisverndarnefndar Hraunhrepps, Framsóknarfélags Mýrasýslu, Héraðsbókasafns Mýrasýslu, Kvæðamannafélags- ins Iðunnar og Kattavinafélagsins. Hann var sæmdur gullmerki UMSB árið 1972 og Starfsmerki UMFÍ árið 1975. Bjarni Valtýr gaf út fjórar ljóðabækur, tvær frumsamdar sögur og nokkrar þýðingar á erlendum skáldsögum.</p> <p>Bjarni Valtýr var ókvæntur og barnlaus en var mjög náinn frændsystkinum sínum og afkomendum þeirra.</p> <p align="right">Úr minningargrein í Morgunblaðinu 11. júlí 2015, bls. 34.</p>

Staðir

Akrakirkja Organisti 1952-
Staðarhraunskirkja Organisti 1952-
Álftártungukirkja Organisti 1952-

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 11.07.2015