Sigríður Ósk Kristjánsdóttir 21.05.1978-

Að loknu áttunda stigi í söng og píanókennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík nam Sigríður Ósk óperusöng við óperudeild Royal College of Music í Lundúnum og útskrifaðist með Artist Diploma árið 2008 og hlaut meistaragráðu ári síðar. Kennarar hennar hérlendis voru Anna Þorgrímsdóttir og Rut Magnússon og nú nemur hún söng hjá Russell Smythe.

Sigríður hefur komið fram sem einsöngvari m.a. í Royal Albert Hall, Kings Place og St. Martin in the Fields. Af óperuhlutverkum má nefna Tisbe í Öskubusku eftir Rossini, Aðra dömu í Töfraflautunni, Cherubino í Brúðkaupi Fígarós og Arbate í Mitridate - allt eftir Mozart - og Arcano í Teseo eftir Händel. Í haust mun hún syngja Þriðju dömu í uppfærslu Íslensku Óperunnar á Töfraflautunni. Nýverið söng hún ásamt Dame Emma Kirkby og Southbank Sinfóníunni í Cadogan Hall í London.

Sigríður kemur reglulega fram á ljóða- og óratóríutónleikum og söng inn á diskinn Engel Lund Book of Folk Songs með the Lieder Theatre London sem Nimbus Records gaf út.

Listasafn Sigurjóns Ólafssonar – Sumartónleikar 9. ágúst 2011.

Staðir

Konunglegi tónlistarháskólinn í London Háskólanemi -2009
Tónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi -
Háskóli Íslands Háskólanemi -

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Symphonia Angelica Söngkona 2016-04

Tengt efni á öðrum vefjum

Háskólanemi, píanókennari, píanóleikari, söngkona og tónlistarnemandi
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 25.05.2016