Sigríður Ósk Kristjánsdóttir 21.05.1978-

<p>Að loknu áttunda stigi í söng og píanókennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík nam Sigríður Ósk óperusöng við óperudeild Royal College of Music í Lundúnum og útskrifaðist með Artist Diploma árið 2008 og hlaut meistaragráðu ári síðar. Kennarar hennar hérlendis voru Anna Þorgrímsdóttir og Rut Magnússon og nú nemur hún söng hjá Russell Smythe.</p> <p>Sigríður hefur komið fram sem einsöngvari m.a. í Royal Albert Hall, Kings Place og St. Martin in the Fields. Af óperuhlutverkum má nefna Tisbe í Öskubusku eftir Rossini, Aðra dömu í Töfraflautunni, Cherubino í Brúðkaupi Fígarós og Arbate í Mitridate - allt eftir Mozart - og Arcano í Teseo eftir Händel. Í haust mun hún syngja Þriðju dömu í uppfærslu Íslensku Óperunnar á Töfraflautunni. Nýverið söng hún ásamt Dame Emma Kirkby og Southbank Sinfóníunni í Cadogan Hall í London.</p> <p>Sigríður kemur reglulega fram á ljóða- og óratóríutónleikum og söng inn á diskinn Engel Lund Book of Folk Songs með the Lieder Theatre London sem Nimbus Records gaf út.</p> <p align="right">Listasafn Sigurjóns Ólafssonar – Sumartónleikar 9. ágúst 2011.</p>

Staðir

Konunglegi tónlistarháskólinn í London Háskólanemi -2009
Tónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi -
Háskóli Íslands Háskólanemi -

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Symphonia Angelica Söngkona 2016-04

Tengt efni á öðrum vefjum

Háskólanemi , píanókennari , píanóleikari , söngkona og tónlistarnemandi
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 25.05.2016