Jóhann G. Jóhannsson (Jóhann Geog Jóhannsson, Jói G) 22.02.1947-15.07.2013

Jóhann fæddist í Keflavík. Foreldrar hans voru Jóhann Georg Runólfsson, bóndi og síðar bifreiðarstjóri í Keflavík, og Lovísa Aðalheiður Guðmundsdóttir, en seinni maður Lovísu og fósturfaðir Jóhanns var Reynir Ólafsson, sjómaður og verkstjóri.

Jóhann var rytmagítar- og bassaleikari, söngvari, laga- og textasmiður og upptökustjóri, lék m.a. með Óðmönnum I, Musica Prima, Óðmönnum II, Töturum, Náttúru og Póker, en hóf sólóferil 1972.

Jóhann sinnti einkum lagasmíðum, myndlist og vann ötullega að réttindum tónlistarfólks. Hann hélt fjölda myndlistarsýninga, gaf út ljóðabókina Flæði, samdi rúmlega 200 lög og texta sem komu út á plötum, þar á meðal til stuðnings ýmsum málefnum, svo sem lagið Hjálpum þeim. Helstu hljómplötur hans eru:

  • Óðmenn 1970
  • Langspil 1974
  • Mannlíf 1976
  • Kysstu mig – Íslensk kjötsúpa 1978
  • Myndræn áhrif 1988
  • Gullkorn JGJ 2003
  • Á langri leið 2009 og
  • Jóhann G. In English 2010

Jóhann var framkvæmdastjóri Gallerys Lækjartorgs, síðar Listamiðstöðvarinnar 1980-85, einn af stofnendum Samtaka alþýðutónskálda og textahöfunda 1979 og Félags tónskálda og textahöfunda 1983 og sat í stjórn FTT 1983-89. Hann var upphafsmaður Músíktilrauna 1982 ásamt Ólafi Jónssyni, forstöðumanni Tónabæjar, rak Tónlistarbarinn Púlsinn 1990-93 og sat í stjórn Samtaka um byggingu tónlistarhúss.

Jóhann var félagi í SÍM og var gerður að heiðursfélaga FTT árið 2003.

Jóhann stundaði nám við Samvinnuskólann að Bifröst 1963-65 og naut leiðsagnar Hrings Jóhannessonar í myndlist.

Börn Jóhanns eru Alma Dögg, Ívar Jóhann og Halldóra. Sambýliskona Jóhanns í 27 ár er Halldóra Jónsdóttir en dætur hennar eru Fríða og Jóhanna Methúsalemsdætur.

Merkir Íslendingar. Morgunblaðið 22. febrúar 2017, bls. 27

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Náttúra Gítarleikari og Hljómborðsleikari 1972-01
Óðmenn Organisti, Söngvari og Bassaleikari 1966-02 1970-10
Tatarar Söngvari 1970-10

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Listmálari, tónlistarmaður og tónskáld

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 24.02.2017