Árni Álfsson 17.öld-

Prestur. Stúdent frá Skálholtsskóla 1675. Var skrifari Þórðar biskups Þorlákssonar 1679-84 og kenndi jafnframt söng í skólanum veturna 1682-84. Fór utan og varð attestatus í guðfræði 30. október 1685. Vígðist aðstoðarprestur sr. Halldórs Eiríkssonar að Heydölum 27. febrúar 1687 og tók við embættinu að fullu1708 eftir lát sr. Halldórs. Hélt embættinu til æviloka með nokkrum aðstoðarprestum enda orðinn heilsubilaður. Hann var merkisprestur, frækinn glímumaður og kunni manna best söng.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ I bindi, bls. 34-35.

Staðir

Heydalakirkja Prestur 1708-1737

Prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 5.03.2019