Jón Bachman Hallgrímsson 29.08.1775-11.06.1845

<p>Prestur. Stúdent frá Hólaskóla 1796 með ágætum vitnisburði. Vígðist aðstoðarprestur í Miklaholt 3. október 1802, sagði af sér 1811. Fékk svo Miklaholt í júlí 1812 og Hestþing 11. desember sama ár. Missti prestskap 1830 vegna hórdómsbrots en fékk uppreisn æru sinnar og Klausturhóla 15. mars 1833 og hélt til æviloka. Gegndi Reykholtsprestakalli, meðan þar var prestslaust 1839-40. Hann var lipur gáfumaður, söngmaður mikill og ræðumaður, hár vexti, rammur að afli, ekki fríður sýnum, kvenhollur og drykkfelldur mjög, jafnan fátækur enda ómagamaður.</p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ III bindi, bls.58-9. </p>

Staðir

Miklaholtskirkja Aukaprestur 03.10.1802-1811
Miklaholtskirkja Prestur 1812-1812
Hestkirkja Prestur 11.12.1812-15.03.1830
Klausturhólakirkja Prestur 15.03.1833-1845
Reykholtskirkja-gamla Prestur 1839-1840

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 2.11.2014