Gunnhildur Daðadóttir 10.12.1983-

Fimm ára gömul hóf Gunnhildur Daðadóttir fiðlunám við Suzukiskólann hjá Sigríði Helgu Þorsteinsdóttur og Lilju Hjaltadóttur. Hún útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands vorið 2006 þar sem hún nam undir handleiðslu Guðnýjar Guðmundsdóttur. Sama vor varð hún hlutskörpust í einleikarakeppni Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Listaháskólans og hlaut í kjölfarið að leika fiðlukonsert eftir Glazunov með Sinfóníuhljómsveitinni.

Gunnhildur nam við Listaháskólann í Lahti í Finnlandi veturinn 2006-7, en hafði áður verið skiptinemi þar. Veturinn 2007-8 var hún við nám við Univerisity of Illinois hjá Sigurbirni Bernharðssyni og hélt þar áfram eftir að hafa leikið einn vetur með Sinfóníuhljómsveit Íslands og lauk meistaragráðu í fiðluleik síðastliðið vor. Í haust mun hún hefja diploma nám við University of Michigan í Ann Arbor.

Gunnhildur vann í Paul Rolland fiðlukeppninni í Illinois 2008 og hún hefur hlotið fjölda styrkja til náms og starfs, nú síðast úr Minningarsjóði Jean Pierre Jacquillat þann 30. júlí síðastliðinn.

Listasafn Sigurjóns Ólafssonar – Sumartónleikar 17. ágúst 2010.

Staðir

Suzukitónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi -1988
Listaháskóli Íslands Háskólanemi -2006
Háskólinni í Illinois Háskólanemi 1987-1988
Michigan háskóli í Ann Arbor Háskólanemi 2010-

Tengt efni á öðrum vefjum

Fiðluleikari, háskólanemi, tónlistarmaður og tónlistarnemandi
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 16.06.2016