Kristján Valur Ingólfsson 28.10.1947-

<p>Prestur, vígslubiskup. Stúdent frá ML 1968. Cand. theol. frá HÍ 28. september 1974. Framhaldsnám í kennimannlegri guðfræði við háskólann í Heidelberg 1977-85 og lauk doktorsgráðu þaðan 1998. Sóknarprestur í Raufarhafnarprestakalli 28. september 1974 frá 1. október að telja. Vígður 29 september sama ár. Sagði prestakallinu lausu frá 12. október 1977 vegna framaldsnáms. Ráðinn farprestur Þjóðkirkjunnar í Ísafjarðarprestakalli frá 1. ágúst 1985 til 30. september 1986. Skipaður sóknarprestur í Grenjaðarstaðarprestakalli frá 1. október 1986, veitt launalaust leyfi 1. október 1992 og lausn að fullu 1. október 1993. Ráðinn rektor Lýðháskólans í Skálholti í hlutastarfi frá 1. janúar 1992 og í fullt starf frá 1. september 1992. Lektor í litúrgískumfræðum við guðfræðideild HÍ frá 1. febrúar 2000. Verkefnisstjóri á sviði helgisiða og kirkjutónlistar á Biskupsstofu frá 1. apríl 2000. Stundakennari í helgisiða- og tónlistarfræðum við orgeldeild Tónlistarskólans á Akureyri 1989-91 og litúrgískri söngfræði við guðfræðideild HÍ 1992-93 og á haustmisseri 1997 og 1998-99. Í fjölda nefnda og stjórna innan íslensku kirkjunnar.</p> <p align="right">Heimild: Guðfræðingatal 1847-2002 eftir Gunnlaug Haraldsson bls. 615 </p>

Staðir

Raufarhafnarkirkja Prestur 28.09. 1974-1978
Ísafjarðarkirkja – nýja Prestur 1985-1986
Grenjaðarstaðakirkja Prestur 1986-1992
Þingvallakirkja Prestur 2004-

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 16.01.2019