<p>Prestur. Stúdent frá Bessastaðaskóla 1811. Vígðist 18. september 1814 aðstoðarprestur að Setbergi og fékk prestakallið 1816. Fékk Þingvelli 15. mars 1828 og hélt til dauða. Hann var karlmannlegur, hraustmenni að burðum, gáfumaður en talinn nokkuð búralegur og drykkfelldur, var holdsveikur síðustu æviár sín en andaðist úr mislingum.</p>
<p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ I bindi, bls. 243.</p>
Staðir