Einar Vigfússon 24.07.1927-06.09.1973

Fremsti íslenzki cellóleikarinn fram að þessu er Einar Vigfússon. Hann kemur fram á sjónarsviðið í lok þessa tímabils, en saga hans tilheyrir næsta tímabili. Á Chopin- tónleikum í Tripólileikhúsinu 30.okt. 1949 lék hann Tríó með þeim Birni Ólafssyni og Jórunni Viðar. Á þeim tónleikum lék hann ennfremur cellósónötu eftir Chopin.

Einar er fæddur í Reykjavík 24.febrúar 1927, sonur Vigfúsar Einarssonar, skrifstofustjóra í Stjórnarráðinu, og seinni konu hans Guðrúnar Sveinsdóttur, en hún er systurdóttur Herdísar, fyrri konu Vigfúsar, og Elínar Laxdal, báðar dætur skáldsins Matthíasar Jochumssonar. Þær voru báðar söngkonur og Herdís ennfremur píanóleikari.

Einar Vigfússon lærði í Tónlistarskólanum í Reykjavík 1941-45, og síðan í konunglega tónlistarskólanum í Lundúnum (Royal College of Music) 1946-49. Síðan hefur hann verið kennari hér við Tónlistarskólann, leikið í Sinfóníuhljómsveitinni frá byrjun og komið þar fram sem einleikari, m.a. í Cellókonsert í a-moll, op. 33, eftir Saent Saäns (1954) og oftar.

Heimild: Tónlistarsga Reykjavíkur eftir Baldur Andrésson rituð 1960.

Sjá einnig: Kennaratal á Íslandi, 1. bindi bls. 114

Staðir

Tónlistarskólinn í Reykjavík Sellókennari 1951-1973
Sellóleikari 1949-1973

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Sinfóníuhljómsveit Íslands Sellóleikari 1949 1973

Tengt efni á öðrum vefjum

Sellókennari, sellóleikari og tónlistarkennari
Ekki skráð

Hugi Þórðarson uppfærði 12.12.2014