Dagrún Hjartardóttir 17.02.1964-

<p>Dagrún Hjartardóttir hóf söngnám við Söngskólann í Reykjavík haustið 1985 hjá Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur og lauk þaðan 8. stigi vorið 1990. Hún stundaði framhaldsnám í söng við Franz Liszt Tónlistarakademíuna í Budapest hjá Sándor Solyom-Nagy, fastráðnum söngvara við Ríkisóperuna í Búdapest og Festspielhaus í Bayreuth. Að því loknu sótti hún einkatíma hjá Mariu Teresu Uribe, söngkonu við Ríkisóperuna í Búdapest.</p> <p>Haustið 1994 hóf Dagrún að kenna söng við Tónlistarskóla Borgarfjarðar auk þess sem hún hefur haldið einsöngstónleika, sungið einsöng með fjölmörgum kórum, stjórnað nokkrum kórum, tekið að sér raddþjálfun kóra og staðið fyrir meistaranámskeiðum í söng. Hún hefur einnig tekið þátt í meistaranámskeiðum hjá Prof. Helene Karuso, Prof. Kurt Widmer, Oren Brown, Paul Farrington og Prof. Christa Degler, auk þess að nema fræði um starfsemi raddarinnar kennda við Jo Estill, EVTS, (Estill Voice Training Systems) og lokið Level One, Level Two og Level Three.</p> <p>Dagrún hefur verið fastráðinn kennari við Söngskólann í Reykjavík frá haustinu 2005 þar sem hún kennir söng, sönglistasögu og hefur yfirumsjón með söngkennarardeild skólans.</p> <p algin="right">Af vef Söngskólans í Reykjavík [2013].</p>

Tengt efni á öðrum vefjum

Söngkennari og söngkona
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 8.11.2013