Einar Benediktsson -1524

Prestur. Hans er getið fyrst sem prests á Hólum 1466, kannski kirkjuprestur eða rektor. Fékk Grenjaðarstað 1471 en missti embættið eftir dóm sem Ólafur biskup Rögnvaldsson stefndi til. Virðist hafa orðið prestur í Garði fyrir 1482. Fékk fljótlega Skinnastaði og hélt til 1496 er hann varð ábóti að Munkaþverá og var þar til æviloka. Hélt þar skóla sem og á Skinnastöðum.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ I bindi, bls. 328-29.

Heimild: Prestatal og prófasta eftir Svein Níelsson og dr. Hannes Þorsteinsson, bls. 304

Staðir

Hóladómkirkja Prestur 1466-1471
Grenjaðarstaðakirkja Prestur 1471-1479
Skinnastaðarkirkja 1485 um-1496
Garðskirkja Prestur 1482 fyr-1485 um

Prestur og ábóti
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 26.10.2017