Olufa Finsen 16.07.1835-05.08.1908

Frú Olufa Finsen bjó á Íslandi 1865-1883. Hún var kona Hilmars landshöfðingja.

Athyglisvert er að það var kona sem stýrði þessum söng við útför Jóns Sigurðssonar. Það var frú Olufa Finsen, kona Hilmars landshöfðingja. Hún mun einnig hafa samið að minnsta kosti eitthvað af þeim lögum sem þarna voru sungin. Frú Finsen var danskættuð, fædd Bojesen, en búsett hér frá 1865 til 1883. Hún hafði numið tónlist í æsku í Danmörku, var í talsverðum tengslum við danskt tónlistarfólk og gerðist mikill frömuður í vaknandi tónlistarlífi Reykjavíkur á þessum tíma, æfði blandaðan kór á heimili sínu, hinn fyrsta er hér var til, og hvatti unga íslendinga til náms og starfa, þar á meðal Jónas Helgason sem varð einn af merkustu brautryðjendum hinnar „nýju“ tónlistar. Enginn vafi er á að hvatning hennar og fordæmi hafa orkað miklu á þessu skeiði.

Íslenzkar konur í tónlist. Jón Þórarinsson. Lesbók Morgunblaðsins 24. desember 1986, bls. 4.

... Frú Olufa Finsen var mjög gáfuð kona, vel að sjer og listfeng, en einkum hafði hún á æskuárunum lagt stund á sönglist og hijóðfæraslátt, enda getið sjer mjög góðan orðstír meðal sönglistarmanna í Kaupmannahöfn áður en hún fluttist hingað. Þannig hafði hún frumsamið söngljóð (Kantate), er sungin voru við jarðarför Friðriks konungs 7., og hún síðar meir ijet syngja við jarðarför Jóns Sigurðssonar. Þó að hingað til hafi lítið verið talað um frú Finsen í sambandi við sönglistina á íslandi, þá er þó víst, að naumast hefur nokkur annar gert meira til að efla hana hjer á landi en einmitt hún. Auk þess að hún vetur eftir vetur hjelt söngæflngar heima hjá sjer, bæði til samsöngva og einsöngva, og ijet í tje frábærilega góða kenslu, þá tók hún einnig að sjer þá kenslukrafta, sem hjer voru fyrir hendi, og fullkomnaði þá svo, að þeir síðar meir gátu kent Íslendingum svo þúsundum skifti söng og hljóðfæraslátt. Jeg á hjer við alla þá hjálp, sem hún veitti Jónasi organista Helgasyni og hann þakklátlega minnist í tileinkun framan við 4. hefti af „Söngvum og kvæðum" („Hinni söngiærðu höfðingskonu, frú landshöfðingjainnu Olufu Finsen fyrir mörg iærdómsrík ráð og velviljaðar bendingar, sem frá fyrstu hafa styrkt viðleitni mína í sönglistinni" o. s. frv.). Hennar tilmælum var einnig að þakka sú velvild, er tónskáldið Gade auðsýndi Jónasi, þegar hann dvaldi í Kaupmannahöfn, því Gade hafði jafnan mikið álit og miklar mætur á frú Finsen fyrir söngkunnáttu hennar. Frú Anna Pjetursson, okkar langfremsta og besta kenslukona í hljóðfæraslætti, sem á sjer lærisveina svo hundruðum skiftir út um land alt, naut einnig um þriggja ára tíma hinnar dýrmætu tilsagnar frú Finsen, er undirbjó hana undir hið þýðingarmikla starf, sem hún hefur leyst af hendi í þjónustu sönggyðjunnar íslensku. Hefur frú Anna Pjetursson sjálf sagt mjer, að þegar hún við frú Finsen mintist á þakklátsemi sína, þá svaraði hún henni alla-jafna: „Jeg gjöri þetta ekki beinlínis fyrir yður, heldur fyrir æskulýð Íslands". Því einmitt á uppfræðslu æskulýðsins, og þá einkum á mentun kvenna, lagði frú Finsen allan hug...

Frú Olufa Finsen. Óðinn. 1. mars 1909, bls. 90-91.

Í ræðu sem Sverrir Kristjánsson sagnfræðingur flutti 1. desember 1957 vitnar hann til bréfs sem Olufa skrifar föður sínum 1966. Þar lýsir hún lífskjörum alþýðufólks á Íslandi:

„... [Í] marzmánuði 1866 skrifar Olufa Finsen föður sínura bréf og lýsir þar högum íslenzks almúga. Stiftamtmannsfrúin hefur verið gædd glöggu gestsauga, sjálf er hún alin upp í hinni menntuðu dönsku borgarastétt og hún er undrun Iostin yfir því sem hún hefur séð. Hún segir: „Já hér er mikið að sjá og margt að læra, ekki með tilliti til hins virka lífs. Það er syfjandalegt, silalegt, eða þá það er alls ekki til, en hin óvirka þrautseigja, hún er mikil, sá sem hefur ekki séð þetta sjálfur, getur ekki gert sér nokkra hugmynd um það. Hver sem lítur á landið, sér strax, að hér er til lítils að vinna, en byrðarnar þungar. Ég ætla nú alls ekki að tala um það að hinir efnaðri Íslendingar – prestarnir eru ekki einu sinni í hópi þeirra – eiga ekki öðrum eins lífsþægindum að fagna og bændurnir hjá okkur, ég meina sjálfseignarbændurna. Allstaðar eru hér aðeins moldarkytrur, stundum þyljaðar, en sjaldan er til ofn hjá prestunum eða á álíka stöðum, og hjá bændunum er aldrei ofn. Þarna þola þeir hinn mikla kulda með því að harðloka bænum og hnypra sig saman (oft 20-30) í lítilli kytru, og er loftið þar slíkt, að ekki er hægt að ímynda sér. Þannig halda þeir á sér hita, veslingarnir. Það er svo sem auðvitað, að rúmin eru öll í sama herbergi og eru bæði stólar og borð um leið. Svo ganga karlmennirnir oftast í skinnklæðum, og þegar þeir eru orðnir holdvotir fara þeir heim og sitja í fötunum í köldu herbergi, án þess að geta þurrkað föt sín, ef smábörn eru á bænum þurrka mæðurnar föt þeirra á berum sér. Maður getur ímyndað sér hvernig heilsufarið er í slíkum aðstæðum ásamt sóðaskap og slæmum lifnaðarháttum. Fátæklingarnir t.d. bragða aldrei annað en þurran fisk með örlitlu af tólg eða lýsi, sykur- og mjólkurlaust kaffi, í hádegisverð er rúgmjöl í soðnu vatni með einhverju í...“

1. desember 1957. Sverrir Kristjánsson. Ræða flutt á fundi Hins íslenska stúdentafélags í Kaupmannahöfn. Þjóðviljinn. 24. desember 1957, bls. 13-15.

Skjöl

Olufa Finsen Mynd/jpg
Olufa Finsen Mynd/jpg

Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 6.08.2019