Einar B. Waage (Einar Guðjón Benediktsson Waage) 08.08.1924-12.10.1976

Foreldrar: Benedikt Waage Guðjónsson, kaup­maður í Reykjavík og forseti ÍSÍ, f. 14. júní 1889 í Reykjavík, d. 8. nóv. 1966, og kona hans, Elísabet Guðrún Einarsdóttir, tónlistarmaður í Reykjavík, f. 30. jan. 1897 í Ólafsvík, d. 18. nóv. 1985.

Námsferill: Nam við Menntaskólann í Reykjavík um hríð; stundaði nám hjá Birni Ólafssyni í fiðluleik og hjá Fritz Weiss­happel í kontrabassaleik við Tónlistarskól­ann í Reykjavík og framhaldsnám við The Juilliard School of Music í New York, Bandaríkjunum og hjá Frederick Zimmer­mann, kontrabassaleikara New York fílharmóníusveitarinnar.

Starfsferill: Lék í Útvarpshljómsveitinni 1946-1950; var 1. kontra­bassaleikari í Sinfóníuhljómsveitar Ísland 1950-1976; kennari við Tónlistarskólann í Reykjavík 1946-1976; kaupmaður 1962-1976.

Sjá nánar: Sinfóníuhljómsveit Íslands – saga og stéttartal, bls. 186. Sögusteinn 2000.

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Hljómsveit Baldurs Kristjánssonar Saxófónleikari 1946-09/11 1947-09/11
KK-sextett Bassaleikari
KK-sextett
Swing tríóið Söngvari 1939-12
Útvarpshljómsveitin

Tengt efni á öðrum vefjum

Bassaleikari, kaupmaður og tónlistarkennari
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 24.02.2016