Arngrímur Halldórsson 14.09.1808-01.07.1863

Prestur. Stúdent úr Bessastaðaskóla 1833 með heldur góðum vitnisburði. Vígðist aðstoðarprestur í Stafholti 9. október 1836 en í febrúar 1837 tók hann við sem aðstoðarprestur í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd þar til hann fékk Bægisá 27. apríl 1843 og bjó þar til dauðadags. Gegndi jafnframt Myrká frá 1859. Hann var vel gefinn dugnaðarmaður, burðamaður og harðger, fastlyndur og alvörugefinn, söngmaður góður og lipur kennimaður.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ I bindi, bls. 28.

Staðir

Stafholtskirkja Aukaprestur 09.10.1836-02.02.1837
Hallgrímskirkja í Saurbæ (Hvalfjarðarströnd) Aukaprestur 02.02.1837-1840
Bægisárkirkja Prestur 27.04.1843-1863

Aukaprestur og prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Guðni Sig. Óskarsson uppfærði 19.11.2014