Pétur Urbancic (Pétur Marteinn Páll Urbancic) 04.07.1931-

Foreldrar: Victor Urbancic, doktor í tónlist, hljómsveitarstjóri í Reykjavík, f. 9. ágúst 1903 í Vín í Austurríki, d. 4. apríl 1958, og k. h. Melitta Urbancic, doktor í málvísindum, kennari í Austurríki, Þýskalandi og síðar Reykjavík, f. 21. febr. 1902 í Austurríki, d. 17. febrúar 1984.

Námsferill: Lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1950, burtfararprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1951, með selló sem aðalhljóðfæri og kontrabassa sem aukabljóðfæri, og námi frá Leiðsöguskóla Ferðaskrifstofu ríkisins 1960; stundaði nám við Universítät Wien í Austurríki og við Háskóla Íslands um hríð.

Starfsferill: Var lausráðinn sellóleikari í Sinfóníuhljómsvit Ísland (áður Hljómsveit Reykjavíkur) um skeið frá 1951 og einnig við Þjóðleikhúsið; var selló- og kontrabassaleikari í Hótel Borg, Góðtemplarahúsinu og Þjóðleikhúskjallaranum 1948-1955 og Nausti hf. 1955-1978; lék á selló og kontrabassa á dansleikjum og skemmtunum og á hljómleikum á vegum fjölmargra aðila 1948-1995, m.a. Iðnós, Leikfélags Reykjavíkur, Karls Jónatanssonar, Þorvalds Steingrímssonar, harmóníkufélaga, Félags eldri borgara í Reykjavík o.m.fl.: lék fyrir RÚV og Sjónvarpið; hefur verið félagi í kirkjukór Landakotskirkju í Reykjavik frá 1955; var bankaritari á sumrin hjá Landsbanka Íslands 1947-1961; bankafuiltrúi, síðar deildarstjóri hjá Seðlabanka Íslands 1962-1997; leiðsögumaður innanlands hjá ýmsum aðilum frá 1951; löggiltur skjalaþýðandi og dómtúlkur, m.a. við Þýska sendiráðið í Reykjavik frá 1953 og starfsmaður við almannatengsl SVR 1970-1990.

Sjá nánar: Sinfóníuhljómsveit Íslands – saga og stéttartal, bls. 231. Sögusteinn 2000.

Staðir

Menntaskólinn í Reykjavík Nemandi -1950
Tónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi -1951
Háskóli Íslands Háskólanemi -1953

Skjöl

Pétur Urbancic Mynd/jpg
Pétur Urbancic Mynd/jpg

Tengt efni á öðrum vefjum

Bassaleikari, háskólanemi, leiðsögumaður, nemandi, tónlistarnemandi og þýðandi

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 22.07.2015