Jón Hjaltason 1643-1705

Prestur. Lærði í Hólaskóla, fór utan og var skráður í Hafnarháskóla 26. október 1665. Hann varð þar þar attestatus í guðfræði. Varð heyrari á Hólum °668-73, vígðist aðstoðarprestur stjúpföður síns í Saurbæ í Eyjafirði 20. apríl 1673 og fékk prestakallið eftir hann 1685 og hélt til æviloka. Varð prófastur í Vaðlaþingi frá 4. október til æviloka 1705. Hann var vel að sér, góður búþegn, söngmaður og fékkst við að mála. Hann var fæddur á Teigi í Fljótshlíð og þar andaðist hann líka er hann vitjaði æskustöðvanna og meira að segja í sama rúmi og hann fæddist í.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ III bindi, bls. 155-56.

Staðir

Saurbæjarkirkja í Eyjafirði Aukaprestur 20.04.1673 -1685
Saurbæjarkirkja í Eyjafirði Prestur 1685-1705

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 13.06.2017