Þórunn Guðmundsdóttir 18.05.1960-

<p>Þórunn lauk burtfararprófi í söng og einleikaraprófi á flautu frá Tónlistarskólanum í Reykjavík. Hún lauk líka blásarakennaraprófi frá sama skóla. Hún stundaði framhaldsnám við Indiana University í Bloomington, Indinana í Bandaríkjunum og lauk þaðan doktorsprófi í söng og söngfræðum.</p> <p>Eftir að hún kom heim frá námi stundaði hún margvísleg störf tengd tónlist m.a. hjá Íslenskri tónverkamiðstöð. Hún hefur komið víða fram sem einsöngvari, m.a. í Íslensku óperunni, með Kammersveit Reykjavíkur og með ýmsum kórum. Einnig hefur hún haldið fjölda einsöngstónleika auk þess sem út hafa komið nokkrar hljóðritanir með söng hennar, þar á meðal jóladiskur með hennar eigin lögum og textum. Þórunn hefur skrifað leikrit og söngleiki sem hafa verið sett upp af áhugaleikfélaginu Hugleik. Undanfarin ár hefur Þórunn skrifað óperur sem hafa verið fluttar af nemendum Tónlistarskólans í Reykjavík, flestar undir hennar leikstjórn. Þar má nefna: Mærþöll, Gilitrutt, Hlina og óperettuna Tónlistarskólann.</p> <p>Þórunn hefur starfað sem söngkennari við Tónlistarskólann í Reykjavík um árabil. Hún varð aðstoðarskólastjóri haustið 2009 og starfar sem skólastjóri Tónlistarskólans í Reykjavík veturinn 2013-14 í fjarveru Kjartans Óskarssonar.</p> <p align="right">Vefur Tónlistarskólans í Reykjavík 2013.</p>

Tengt efni á öðrum vefjum

Flautuleikari , skólastjóri , söngkennari , söngkona og tónskáld
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 11.06.2014