Heinz Edelstein 05.06.1902-05.10.1959

<p><strong>Foreldrar:</strong> Emanuel Edelstein, læknir í Bonn, f. 27. júlí 1872 í Bonn, d. 1917, og kona hans Ida Edelstein, fædd Oberlánder, f. 10. nóvember 1874, d. 1944.</p> <p><strong>Námsferill:</strong> Gekk í menntaskóla í Þýskalandi og var við nám í háskólunum í München, Frankfurt og Freiburg í heimspeki og tónvísíndum; lauk doktorsprófi frá háskólanum í Freiburg 1928; sótti einkatíma í sellóleik sem unglingur í Bonn og einnig síðar á fullorðinsárum hjá sellóleikurunum Gustav Thalau og Ernanuel Feuermann.</p> <p><strong>Starfsferill:</strong> Var einleikari í karmmerhljómsveit óperunnar í Düsseldorf; var tónlistargagnrýnandi 1928-1934 og síðar sellókennari í Freiburg og starfaði þar einnig með sinfóníuhljómsveit og strengjakvartett; lék á selló með hljómsveit í Frankfurt og var sellóleikari í strengjasveit Ernst Druckers 1936-1937; selló- og karnmermúsíkkennari við Tónlistarskólann í Reykjavík 1938-1952; fyrsti sellóleikari í ýmsum hljómsveitum fyrir stofnun Sinfóníuhljómsveitar Íslands 1938-1950; sellóleikari í tríói Tónlistarskólans í Reykjavík 1938-1948; sellóleikari í strengjakvartett Ríkisútvarpsins 1938-1948; 1. sellóleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands 1950-1956; stofuaði Barnarnúsíkskólann (seinna Tónmenntaskóli Reykjavíkur) 1952 og var skólastjóri hans til 1956; kenndi kennaraefnum í Kennaraskólanum tónlist og tónlistaruppeldi í tvö ár.</p> <p align="right">Sjá nánar: Sinfóníuhljómsveit Íslands – saga og stéttartal, bls. 200. Sögusteinn 2000.</p> <blockquote>...Edelstein veitti hinni nýju uppeldisstofnun sinni [Barnamúsíkskólanum, seinna Tónmenntaskóla Reykjavíkur]&nbsp;aðeins forstöðu í fjögur ár. Hann kenndi sér lasleika fyrir hjarta 1956 og ráðlögðu læknar honum að setjast að í mildara loftslagi. Hann hélt því aftur til Þýskalands og tók að kenna sellóleik og tónmennt við Odenwaldschule nálægt Frankfurt. Þar var skólastjóri Kurt Zier, sem hafði áður verið kennari og síðar skólastjóri Handíðaskólans í Reykjavík og var áhrifavaldur í lífi margra íslenskra myndlistarmanna sem stunduðu nám undir leiðsögn hans. Það tók Edelstein þungt að þurfa að hverfa frá Íslandi og þeim góðu vinum sem hann hafði eignast hér. Í bréfi til Páls Ísólfssonar ári fyrir lát sitt sagði hann m.a.: „Maður bindur ekki léttum huga endi á tuttugu ára æviskeið. Því síður, þegar maður er bundinn tryggðarkennd gagnvart landi, sem veitti manni skjól, þegar lífið lá við, og gaf manni starfsmöguleika, sem kölluðu í manni fram hina beztu krafta. En enginn má sköpum renna.“<br /> <br /> Edelstein kom síðast í heimsókn til Íslands 1957 en hélt því næst aftur til Þýskalands og hóf störf að nýju við Odenwaldschule. Síðustu æviárin lét hann sig þó dreyma um að söðla alveg um og hugleiddi m.a. að flytjast til&nbsp;Ísraels. Af því varð þó ekki, þar sem Heinz Edelstein lést í Þýskalandi af völdum kransæðastíflu 5. október 1959...</blockquote> <p align="right">Úr grein Árna Heimis Ingólfssonar: Á flótta undan hakakrossinum - 2. hluti: Heinz Edelstein.</p>

Staðir

Tónlistarskólinn í Reykjavík Sellókennari 1937-1959
Skólastjóri 1952-1959
Tónmenntaskóli Reykjavíkur Skólastjóri 1952-1959

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Sinfóníuhljómsveit Íslands Sellóleikari 1950 1956
Tríó Tónlistarskólans í Reykjavík Sellóleikari

Skjöl

Heinz Edelstein Mynd/jpg
Heinz Edelstein Mynd/jpg

Tengt efni á öðrum vefjum

Sellókennari og skólastjóri

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 30.09.2015