Anna Margrét Magnúsdóttir 07.08.1952-17.08.2001

<p>Anna Margrét lærði píanóleik hjá Gísla Magnússyni og Árna Kristjánssyni, lauk lokaprófi frá tónmenntakennaradeild Tónlistarskólans í Reykjavík 1978, stundaði nám við University of Illinois í UrbanaChampaign frá ársbyrjun 1979 og varði þar doktorsritgerð sína í september 1985. Ritgerðin er á sviði heimspekilegrar fagurfræði og fjallar um eðli merkingar í tónlist. Hún lagði stund á semballeik frá 1980, fyrst undir leiðsögn George Hunter og William Heile við Háskólann í Illinois, og síðar hjá Helgu Ingólfsdóttur í Reykjavík.</p> <p>Anna Margrét kenndi við Tónlistarskólann í Reykjavík 1985 og við aðra tónlistarskóla, síðast við Tónlistarskóla Garðabæjar frá 1992.</p> <p>Anna Margrét kom fram sem semballeikari á fjölda tónleika, bæði sem einleikari og í samleik. Hún var um skeið þátttakandi í norræna tón- listarspurningaþættinum Kontra- punkti, stjórnaði árlegu Páska- barokki í Kópavogi í mörg ár og var mikill talsmaður þess að tónlistar- flutningur á upprunaleg hljóðfæri ætti sér fastan sess í íslensku tónlist- arlífi. Hún skrifaði greinar og hélt opinbera fyrirlestra um tónlist og var aðstoðarorganisti við Kristskirkju í Landakoti frá haustinu 1999.</p> <p align="right">Merkir Íslendinagar. Morgunblaðið 7. ágúst 2014, bls. 27.</p>

Staðir

Tónskóli Sigursveins Tónlistarnemandi -
Tónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi 1975-1978

Tengt efni á öðrum vefjum

Píanóleikari , semballeikari , tónlistarfræðingur , tónlistarkennari og tónlistarnemandi
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 2.01.2015