Pétur Ámundason 1630-1706

Prestur fæddur um 1630. Lærði í Skálholtsskóla og vígðist aðstoðarprestur að Arnarbæli 15. nóvember 1657 og lét af því starfi 1668. Kann að hafa verið aðstoðarprestur í Görðum á Álftanesi um tíma, a.m.k. þjónaði hann þar eftir lát sóknarprests 1677-1678 og þá orðinn aðstoðarprestur að Mosfelli, líklega frá 1676 og fékk það að fullu 1683, lét þar af prestskap 1702. Talinn ruddamenni, einkum við drykkju enda fékk hann biskupsáminningu.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ IV bindi, bls. 150-51.

Staðir

Arnarbæliskirkja Aukaprestur 15.11.1657-1668
Garðakirkja Aukaprestur 1677-1678
Mosfellskirkja Aukaprestur 1676-1683
Mosfellskirkja Prestur 1683-1702

Aukaprestur og prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Rósa Þorsteinsdóttir uppfærði 19.06.2014