Elín Ósk Óskarsdóttir 24.07.1961-

Elín Ósk Óskarsdóttir lauk einsöngvaraprófi frá Söngskólanum í Reykjavík 1984 og var Þuríður Pálsdóttir aðalkennari hennar. Framhaldsnám stundaði hún hjá Pier Miranda Ferraro í Mílanó og Gita Denise Vibyral á Englandi.

Allt frá því hún söng sitt fyrsta óperuhlutverk, Tosca, í óperu Puccinis í Þjóðleikhúsinu 1986 hefur hún sungið fjölmörg óperuhlutverk innanlands sem erlendis og hlotið margar viðurkenningar og tilnefningar fyrir söng sinn. Hún syngur einnig kirkjulega tónlist og samdi John Speight tónskáld verkið Drottinn er minn styrkur sérstaklega fyrir rödd hennar. Árið 2000 stofnaði hún Óperukór Hafnarfjarðar og hefur stjórnað honum síðan og haldið tónleika, m.a. erlendis við afar góðan orðstír. Elín hefur haldið fjölda einsöngstónleika og sungið inn á geisladiska og árið 2006 kom út diskur með söng hennar við undirleik Sinfóníuhljómsveitar Íslands.

Hún var kjörin bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2006 og árið 2009 var hún sæmd Riddarakrossi hinnar íslensku Fálkaorðu fyrir framlag sitt til íslenskrar tónlistar og menningarlífs.

Listasafn Sigurjóns Ólafssonar – Sumartónleikar 24 júlí 2012.

Staðir

Tónlistarskóli Rangæinga Tónlistarnemandi -
Söngskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi -

Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 9.03.2016