Ólafur Baldvin Sigurðsson 01.01.1952-

<p>Ég lék með hljómsveitum á Akureyri á árunum 1974-1981 og hef verið viðloðandi gítarspil með hinum og þessum undanfarinn 20 ár. Frá árinu 2009 hef ég endurvakið með félögunum mínum í Keflavík hljómsveitina Hróka sem ég stofnaði þegar ég var 15 ára með skólabræðrum mínum. Við höfum spilað á Ljósanótt frá 2009, rifjað upp gömlu Bítla og Stóns lögin og höfum engu gleymt...</p> <p>Ég lauk sveinsprófi í rafeindavirkjun 1973 og meistarapróf í útvarpsvirkjun 1976. Meistarapróf í rafeindavirkjun kláraði ég svo 1984 og var reyndar við nám í rafmagnsiðnfræði við Tækniskóla Íslands 1982-1985 og tók svo uppeldis- og kennslufræði við Kennaraháskóla Íslands 1991 til að geta orðið kennari. Fyrst starfaði ég sem rafeindavirki í Keflavík 1969-1972 og á Akureyri 1972-1981 og spilaði þá meðal annars með hljómsveit Ingimars Eydal um tíma, Síðan fór ég sem tæknimaður til Ríkisútvarpsins 1981-1983 en skellti mér svo í kennsluna og varð kennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja 1985-1986, við Iðnskólann í Hafnarfirði 1987-1991 og hef verið kennari í rafiðngreinum við Fjölbrautaskóla Suðurnesja frá 1991 þar sem ég starfa nú.</p> <p>Þegar South River Band var stofnað árið 2000 vorum við Helgi svolítið rafmagnaðri en hinir, Helgi á rafmagnspíanó og ég á rafmagnsgítar. Það kom sér líka vel að hafa lært alla þessa rafmagnsfræði því að græjurnar voru ansi lasnar sem við vorum með og lóðboltinn á lofti löngum stundum. Síðar fengum við þá hugmynd að ég tæki upp mandolínleik og þá var "surfað" á netinu í leit að mandólíni. Fyrst rafmögnuðu og síðan órafmögnuðu sem ég nota mest núna. Mér hefur þótt óskaplega gaman að glíma við mandólínið og hlusta mikið á bluegrass þar sem það er eitt aðal hljóðfærið og sum hver af lögunum sem við erum að senda frá okkur þessa dagana hef ég rekist á í leit minni að viðfangsefnum fyrir það.</p> <p align="right">Af vef South River Band (13. október 2015).</p>

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Hrókar Gítarleikari
South River Band Söngvari og Mandólínleikari 2000-08

Tengt efni á öðrum vefjum

Gítarleikari
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 1.07.2016