Valgerður Guðnadóttir (Vala Guna) 13.09.1976-

Valgerður nam söng við Söngskólann í Reykjavík hjá Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur og Kolbrúnu Sæmundsdóttur og útskrifaðist af 8. stigi með hæstu einkunn vorið 1998. Ári síðar hélt hún til London þar sem hún stundaði söngnám hjá prof. Lauru Sarti við framhaldsdeild Guildhall School of Music and Drama. Hún hefur tekið þátt í masterclass m.a. hjá Robin Stapleton, Emmu Kirkby og Graham Johnson.

Valgerður hefur leikið og sungið í Borgarleikhúsinu, Þjóðleikhúsinu, Íslensku óperunni og víðar. Hún hóf feril sinn sem María Magdalena í Jesus Christ Superstar og í kjölfarið fór hún með hlutverk Maríu í West Side Story í Þjóðleikhúsinu 18 ára gömul.

Meðal annarra hlutverka má nefna Maríu í Söngvaseiði, Barbarinu í Brúðkaupi Fígarós, Paminu í Töfraflautunni, Belindu í Dido & Eneas, Poppeu í Krýningu Poppeu, Governess í Turn of the Screw, Janet í Rocky Horror , Gretu Garbo í Halldóri í Hollywood og Lindu í Gauragangi. Hún hefur haldið fjölda tónleika og komið víða fram sem einsöngvari, m.a. með kórum, í veraldlegum og kirkjulegum verkum. Valgerður hefur sungið inn á fjölmarga geisladiska og í nóvember 2010 kom út hennar fyrsta sólóplata, Draumskógur. Hún hefur jafnframt léð Disney-persónum eins Pocahontas, Mulan og Litlu Hafmeyjunni rödd sína og leikið og sungið í barnaleikritunum Ávaxtakörfunni, Benedikt búálfi og Hafinu bláa. Valgerður hlaut Grímuna, Íslensku leiklistarverðlaunin, sem Söngvari ársins 2009 fyrir hlutverk sitt sem María í Söngvaseiði. Valgerður var einn söngvaranna í Perluportinu hjá Íslensku óperunni 2011 og söng hlutverk Mercedes í Carmen haustið 2013. Hún fór með hlutverk Papagenu í Töfraflautunni árið 2011 hjá Íslensku óperunni og einnig í Töfraflautunni fyrir börn síðastliðið haust. Hún söng hlutverk Ömmunnar í söngleiknum Björt í sumarhúsi á Myrkum músíkdögum í ár.

Af vef Íslensku óperunnar (16. mars 2016)

Staðir

Söngskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi -1998
Guildhall School of Music and Drama Háskólanemi -

Tengt efni á öðrum vefjum

Háskólanemi, söngkona og tónlistarnemandi
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 16.03.2016