Árni Johnsen 01.03.1944-

Árni fæddist í Vestmannaeyjum og ólst þar upp. Hann lauk kennaraprófi frá KÍ 1967. Árni var kennari í Vestmannaeyjum 1964-65 og í Reykjavík 1966-67. Hann var starfsmaður Surtseyjarfélagsins með aðsetur í Surtsey sumar og haust 1966 og 1967, blaðamaður við Morgunblaðið 1967-83 og 1987-91, dagskrárgerðarmaður við Ríkisútvarpið um árabil frá 1965 og við Sjónvarpið frá stofnun og um langt árabil.

Árni var varaþm. Suðurlandskjördæmis fyrir Sjálfstæðisflokkinn 1988, 1989, 1990 og 1991, alþm. Suðurlandskjördæmis fyrir Sjálfstæðisflokkinn 1983-87 og 1991-2001, og alþm. Suðurkjördæmis fyrir Sjálfstæðisflokkinn 2007-2013.

... Út hafa komið eftirfarandi hljómplötur með Árna: Eyjaliðið; Milli lands og Eyja; Þú veist hvað ég meina; Ég skal vaka (lög Árna og fleiri við ljóð Halldórs Laxness); Vinir og kunningjar; Stórhöfðasvítan; Gaman að vera til I og II, og Fullfermi af sjómannalögum I og II. Hann hefur samið nær hundrað sönglög og texta, tvær svítur fyrir sinfóníuhljómsveit, Stórhöfðasvítuna og Sólarsvítuna og er nú að ljúka upptöku á plötum með 130 barnalögum, flestum þeim þekkt- ustu sl. hálfa öld. Þá hefur hann gert tugi myndverka í grjót, stál og fleiri efni...

Úr Morgunblaðsumfjöllun um Árna sjötugan, 1. mars 2014, bls. 50-51.

Staðir

Kennaraskóli Íslands Nemandi -1967

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Blaðamaður, dagskrárgerðarmaður, gítarleikari, lagahöfundur, nemandi, söngvari, textahöfundur og þingmaður
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 12.06.2015