Þráinn Hjálmarsson 30.11.1987-

<p>Þráinn er hluti af kynslóð tónskálda sem að láta sér það ekki eingöngu eftir sér að sitja við tónsmíðar eftir pöntunum heldur í bland tengir saman almennt fræðistarf, skipulag listviðburða sem og þáttöku í verkefnum og verkum innan annarra listgreina inní starf sitt.</p> <p>Þráinn lauk Bakkalágráðu frá Listaháskóla Íslands 2009 og meistaranámi í tónsmíðum við Konunglega Konservatoríið í Haag 2011. Hann er starfandi meðlimur tónskáldasamtakanna S.L.Á.T.U.R (samtök listrænt ágengra tónsmiða umhverfis Reykjavík) og kemur að skipulagningu ýmissa viðburða samtakanna, ásamt því að vera framkvæmdar- og verkefnisstjóri Íslandsnefndar Ung Nordisk Musik (UNM) og listrænn stjórnandi tónleikaraðarinnar Hljóðön sem haldin er af Lista- og Menningarmiðstöðinni Hafnarborg.</p> <p>Tónlist Þráins hefur verið flutt víða um heim af hinum ýmsum hljóðfærahópum á borð við Kammersveit Reykjavíkur, Njútón (IS), Athelas sinfonietta (DK), Uusinta ensemble (FI), Ensemble Klang (NL) og við ýmis tækifæri á borð við hátíðir eins og Myrka Músíkdaga, Tectonics, UNM og á tónleikaröðinni Jaðarber.</p> <p>Þráinn hefur komið að ýmsu fræðastarfi og fyrirlesið við hin ýmsu tækifæri við Listaháskóla Íslands, Art in Translation 2012, Listasafni Reykjavíkur sem og Íslands, ásamt því að koma að skipulagi atburða hjá LornaLAB, fræðsluvettvang um skörun tækni og lista.</p> <p align="right">Af vef Listaháskóla Íslands 2013.</p>

Staðir

Listaháskóli Íslands Háskólanemi -2009

Tengt efni á öðrum vefjum

Háskólanemi og tónskáld
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 8.11.2013