Auður Guðjohnsen 20.09.1975-

<p>Auður hóf nám við Söngskólann í Reykjavík haustið 1996 og lærði hjá Dóru Reyndal og Ólafi Vigni Albertsyni. Þaðan lauk hún Burtfararprófi með ágætum (DipABRSM with Distinction) vorið 2001.</p> <p>Auður stundaði framhaldsnám í söng við Royal Conservatoire of Scotland í Glasgow og lauk þar Postgraduate Diploma of Music í júlí 2003. Hún lauk LRSM (Licentiate of The Royal Schools of Music) söngkennaraprófi frá Söngskólanum í Reykjavík vorið 2005. Hún hefur fengið mikla reynslu í túlkun og söngtækni á þessum tíma og fengið tilsögn reyndra kennara.</p> <p>Auður hefur sótt fjölda söngnámskeiða, m.a. hjá Martin Isepp, &amp; Lauru Brooks Rice, Robin Stapleton og Kiri Te Kanawa. Í Glasgow sótti hún söng- og túlkunarnámskeið hjá Philip Langridge. Þá hefur hún sótt námskeið í söngtækni og túlkun hjá prófessor Lorraine Nubar við Academie Internationale d'Été de Nice í Frakklandi.</p> <p>Auður er félagi í Schola cantorum undir stjórn Harðar Áskelssonar, Barbörukórnum undir stjórn Guðmundar Sigurðssonar og Kammerkór Háteigskirkju undir stjórn Kára Allanssonar. Allir kórarnir eru skipaðir menntuðum atvinnusöngvurum. Hún tekur einnig reglulega þátt í óperuuppfærslum með Kór íslensku óperunnar.</p> <p>Vorið 2005 hélt Auður sína fyrstu sjálfstæðu tónleika hérlendis og hlaut þá mjög góða dóma. Hún hefur komið fram á fjölda tónleika hér heima og erlendis. Sem dæmi má nefna einsöngshlutverk í níundu sinfóníu Beethovens í St. Pétursborg í Rússlandi árið 2006, althlutverk í Vesper eða Næturvöku eftir S. Rakhmaninov árið 2007, althlutverk í Mozart Requiem á hátíðatónleikum Mótettukórs Hallgrímskirkju árið 2012.</p> <p>Auður hélt nýlega nokkra jazztónleika ásamt Gunnari Gunnarssyni og hljómsveit sem hlutu mjög góðar viðtökur. Hún hefur komið fram sem einsöngvari við fjölda tækifæra og starfar nú við tónlist á Íslandi, auk þess sem hún stundar mastersnám í listkennslu við Listaháskóla Íslands.</p> <p align="right">Auður Guðjohnsen (21. október 2015).</p>

Staðir

Söngskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi 1996-2001
Konunglegi tónlistarháskólinn í Skotlandi Háskólanemi -2003

Tengt efni á öðrum vefjum

Háskólanemi , söngkona og tónlistarnemandi
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 21.10.2015