Auður Guðjohnsen 20.09.1975-

Auður hóf nám við Söngskólann í Reykjavík haustið 1996 og lærði hjá Dóru Reyndal og Ólafi Vigni Albertsyni. Þaðan lauk hún Burtfararprófi með ágætum (DipABRSM with Distinction) vorið 2001.

Auður stundaði framhaldsnám í söng við Royal Conservatoire of Scotland í Glasgow og lauk þar Postgraduate Diploma of Music í júlí 2003. Hún lauk LRSM (Licentiate of The Royal Schools of Music) söngkennaraprófi frá Söngskólanum í Reykjavík vorið 2005. Hún hefur fengið mikla reynslu í túlkun og söngtækni á þessum tíma og fengið tilsögn reyndra kennara.

Auður hefur sótt fjölda söngnámskeiða, m.a. hjá Martin Isepp, & Lauru Brooks Rice, Robin Stapleton og Kiri Te Kanawa. Í Glasgow sótti hún söng- og túlkunarnámskeið hjá Philip Langridge. Þá hefur hún sótt námskeið í söngtækni og túlkun hjá prófessor Lorraine Nubar við Academie Internationale d'Été de Nice í Frakklandi.

Auður er félagi í Schola cantorum undir stjórn Harðar Áskelssonar, Barbörukórnum undir stjórn Guðmundar Sigurðssonar og Kammerkór Háteigskirkju undir stjórn Kára Allanssonar. Allir kórarnir eru skipaðir menntuðum atvinnusöngvurum. Hún tekur einnig reglulega þátt í óperuuppfærslum með Kór íslensku óperunnar.

Vorið 2005 hélt Auður sína fyrstu sjálfstæðu tónleika hérlendis og hlaut þá mjög góða dóma. Hún hefur komið fram á fjölda tónleika hér heima og erlendis. Sem dæmi má nefna einsöngshlutverk í níundu sinfóníu Beethovens í St. Pétursborg í Rússlandi árið 2006, althlutverk í Vesper eða Næturvöku eftir S. Rakhmaninov árið 2007, althlutverk í Mozart Requiem á hátíðatónleikum Mótettukórs Hallgrímskirkju árið 2012.

Auður hélt nýlega nokkra jazztónleika ásamt Gunnari Gunnarssyni og hljómsveit sem hlutu mjög góðar viðtökur. Hún hefur komið fram sem einsöngvari við fjölda tækifæra og starfar nú við tónlist á Íslandi, auk þess sem hún stundar mastersnám í listkennslu við Listaháskóla Íslands.

Auður Guðjohnsen (21. október 2015).

Staðir

Söngskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi 1996-2001
Konunglegi tónlistarháskólinn í Skotlandi Háskólanemi -2003

Tengt efni á öðrum vefjum

Háskólanemi, söngkona og tónlistarnemandi
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 21.10.2015