Örn Eldjárn Kristjánsson 31.01.1982-

<p>Fæddur og uppalinn í Svarfaðardal og hefur alla tíð sótt innblástur í náttúru Íslands.</p> <p>Hóf snemma nám í hljóðfæraleik, lærði á básúnu og píanó en síðar varð áherslan mest á gítarleik. Spilaði í ýmsum hljómsveitum og hefur samið tónlist frá unglingsaldri og hóf nám í tónsmíðum við Listaháskóla Íslands haustið 2007. Útskrifaðist af tónsmíðadeild með áherslu á kvikmyndatónlist 2010. Í listaháskólanum var Hilmar Örn Hilmarsson lærifaðir hans og hafa þeir starfað saman að ýmsum verkefnum síðan þá.</p> <p>Í dag starfar hann sem gítarleikari í þónokkrum hljómsveitum auk þess að semja og útsetja fyrir kvikmyndir, leikhús og tónlistarmenn.</p> <p align="left">. . . . . . . . . . . . . . .</p> <p>Born and raised in the beautiful valley of Svarfaðardalur and thus been inspired by the nature of Iceland in his composition.</p> <p>His musical education began at an early age, where he studied various instruments such as trombone, piano and guitar, and has guitar been his main instrument. He also started playing with bands an an early age and from that his interest in songwriting and composition grew. He got accepted at the Iceland University of Arts in Film Music Composition and graduated in June 2010. His mentor was Hilmar Örn Hilmarsson, film music composor, and since then they have been collaborating on various projects.</p> <p>He is currently working with his bands, Tilbury, Ylja, Snorri Helgason band and Brother Grass, as well as writing and arranging for other musicians.</p> <p align="right">Af LinkedIn-síðu Arnar (30. apríl 2015).</p>

Staðir

Listaháskóli Íslands Háskólanemi 2007-2010

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Brother Grass Gítarleikari 25.08.2010
Ylja Gítarleikari

Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 9.12.2015