Sveinn Skúlason 12.06.1824-21.05.1888

<p>Prestur. Stúdent frá Lærða skólanum 1849. Einn fjögurra 19. aldar manna sem fengu konungsleyfi til prestsskapar án þess að hafa lokið guðfræðiprófi. Stúdent frá Reykjavíkurskóla 1849, tók 2. lærdómspróf frá Hafnarháskóla og lagði stund á málfræði og lögfræði. Var fimm ár ritari hjá íslensku stjórnardeildinni í Khöfn og lagði þá stund á stjórnfræði og hagfræði. Varð ritstjóri Norðra og forstöðumaður prentverksins á Akureyri 1856-62, fluttist þá til Reykjavíkur og stundaði kennslu. Varð þingmaður Norður-Þingeyinga 1859-67. Fékk Svalbarð 30. maí 1868 fór þangað ekki heldur fékk hann Staðarbakka í skiptum við sr. Vigfús Sigurðsson 1. júlí 1868. Fékk Kirkjubæ 27. júní 1883 og flutti þangað árið eftir og hélt til æviloka. Var skáldmæltur og afkastamikill á ritsviðinu.</p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ IV bindi, bls. 375. </p>

Staðir

Staðarbakkakirkja Prestur 01.07. 1868-1883
Kirkjubæjarkirkja Prestur 27.06. 1883-1888

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 15.01.2019