Örvar Kristjánsson 08.04.1937-07.04.2014

<p>Örvar var ættaður frá Höfn í Hornafirði og ólst upp í Volaseli í Lóni hjá Jóni Eiríkssyni hreppstjóra og Þorbjörgu Gísladóttur konu hans þar til þau fluttu til Hafnar. Sex ára byrjaði hann að pikka á harmonikku Þórhalls, eldri bróður síns, og keypti svo sína fyrstu harmonikku fyrir fermingarpeningana sína. Örvar spilaði á sínum fyrsta dansleik á fermingardaginn sinn, 13 ára gamall. Hann fór fyrst á sjó 14 ára gamall og stundaði sjómennskuna af og til framan af ævi sinni.</p> <p>Örvar lærði bifvélavirkjun og bílaréttingar hjá Sambandinu í Reykjavík, kláraði námið á Höfn og vann síðan um árabil við fagið samhliða hljóðfæraleik. Hann rak sitt eigið verkstæði í nokkur ár og vann m.a. hjá Bifreiðaeftirliti Ríkisins og Bifreiðaskoðun Íslands. Hann spilaði í ýmsum hljómsveitum, sem voru oftast kenndar við hann sjálfan eða aðra hljómsveitarmeðlimi. Frá árinu 1990 hafði Örvar hljóðfæraleik að aðalstarfi. Hann gaf út á annan tug hljómplatna í sínu nafni, þá fyrstu 1972 og þá síðustu 2010, svo málaði hann vatnslitamyndir.</p> <p>Síðustu tuttugu árin bjó Örvar ásamt Bubbý eiginkonu sinni á Kanaríeyjum yfir vetrartímann og spilaði þar fyrir Íslendinga og aðra ferðalanga, lengst af á veitingastaðnum Cosmos, öðru nafni Klörubar. Örvar spilaði sína síðustu tóna fyrir margmenni á almennri söngstund á Ensku ströndinni á Gran Canaria þann 14. febrúar síðastliðinn.</p> <p align="right">Minninagar. Morgunblaðið 19. apríl 2014, bls. 38.</p>

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 23.04.2014