Freysteinn Grímsson -

Prestur á 16. öld. Hann kemur fyrst við sögu 1519 og er þá sveinn Ögmundar Pálssonar er þá var officialis og síðar biskup. Árið 1523 er hann orðinn prestur, líklega kirkjuprestur í Skálholti, fékk Stafholt 1530 og hefur haldið til dauðadags. Hann var prófastur í Þverárþingi vestan Hvítár og officialis syðra 1550. Hann var merkisprestur og hélt m.a. skóla í Stafholti. Hann lést á tímabilinu 1571 til 12. júlí 1577.

Heimild: Prestatal og prófasta á Íslandi. Hannes Þorsteinsson og Björn Magnússon 1950, bls. 133.

Staðir

Skálholtsdómkirkja Prestur 1523-1530
Stafholtskirkja Prestur 1530-16.öld

Prestur og prófastur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 2.09.2014