Ásgeir Ingvarsson (Ásgeir Guðjón Ingvarsson) 29.01.1919-27.09.1989
<p>Ásgeir fæddist á Hamri í Nauteyrarhreppi, en fluttist ungur í Snæfjallahrepp með foreldrum sínum, Salbjörgu Jóhannsdóttur og Ingvari Ásgeirssyni þar sem hann ólst upp. Fjölskyldan bjó fyrst í Hólhúsinu í Bæjum, síðan í Unaðsdal og loks á Lyngholti þar sem Ásgeir lærði að lesa nótur og spila á orgel hjá Þorgerði Sveinsdóttur, systur Ásmundar myndhöggvara. Tólf ára gamall var Ásgeir farinn að spila á orgelið í Unaðsdalskirkju. Ásgeir dvaldi um skeið á Ísafirði og tók þar þátt í tónlistarlífi, fór að spila á gítar og semja lög og gamanvísur. Lengst af bjó Ásgeir í Kópavogi þar sem hann vann sem tækniteiknari og mælingamaður.</p>
<p>Ásgeir tók ríkan þátt í tónlistarstarfi, m.a. með Alþýðukórnum sem Sigursveinn D. Kristinsson stofnaði, en Ásgeir stjórnaði kórnum um tíma og samdi texta við mörg lög sem kórinn flutti. Hann gerði marga texta fyrir Sigursvein, Ríó tríó, Jónatan Ólafsson og fleiri. Ásgeir hafði sérstakt dálæti á írskri þjóðlagatónlist og var heiðursfélagi í Vísnavinum ásamt Ása í Bæ og Jónasi Árnasyni. Sumt af lögum og textum Ásgeirs hefur verið gefið út en margt er enn óútgefið.</p>
<p align="right">Byggt á texta á FaceBook-siðu Snjáfjallaseturs þar sem auglýstur varð viðburður í tilefni þess að 100 ár voru liðin frá fæðingu Ásgeirs.</p>
Heimildarmaður/flytjandi í eftirfarandi hljóðritum
4 hljóðrit
Dags | Safnmark | Efni | Heimildarmenn | # |
---|---|---|---|---|
13.10.1970 | SÁM 90/2336 EF | Sagt frá Þorkeli Guðmundssyni í Vatnsfirði og frásögnum hans af séra Stefáni í Vatnsfirði og í Holti | Ásgeir Ingvarsson | 12824 |
13.10.1970 | SÁM 90/2336 EF | Sagt frá Sigurði Þórðarsyni á Laugabóli, veiðisaga og fleira m.a. um Guðjón í Vogum | Ásgeir Ingvarsson | 12825 |
13.10.1970 | SÁM 90/2337 EF | Samtal m.a. um tröllskessu í fjallinu við Kaldalón, Engilbert á Ármúla, langafi heimildarmanns ögrað | Ásgeir Ingvarsson | 12826 |
13.10.1970 | SÁM 90/2337 EF | Þjóðsaga um göng á milli Lóndjúps og Steingrímsfjarðar | Ásgeir Ingvarsson | 12827 |
Skjöl
![]() |
Ásgeir Ingvarsson | Mynd/jpg |
![]() |
Ásgeir með hljóðfæri sín | Mynd/jpg |
Tengt efni á öðrum vefjum
Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 27.07.2019