Oddur Oddsson 1565-1649

Prestur. Lærði í Skálholtsskóla og vígðist aðstoðarprestur í Skálholti. Fékk síðar  Fljótshlíðarþing um 1590-1603, Stað í Grindavík 1603-1618 og Reynivelli í Kjós 1618-1643.. Hann þótti manna best að sér, nam lækningar af enskum manni er hann var í Skálholti. Eftir hann er lækningabók og ritgerð um íslenskar jurtir og grös. Var sögufróður og samdi sönglög og þýddi talsvert af sálmum og samdi nafnaskýringar.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ IV bindi, bls. 17-18.

Staðir

Reynivallakirkja Prestur 1618-1643
Skálholtsdómkirkja Aukaprestur 1584-
Eyvindarmúlakirkja Prestur 1590-1603
Staðarkirkja í Grindavík Prestur 1603-1618

Erindi


Aukaprestur og prestur

Hugi Þórðarson uppfærði 12.12.2014