Oddur Oddsson 1565-1649
<p>Prestur. Lærði í Skálholtsskóla og vígðist aðstoðarprestur í Skálholti. Fékk síðar Fljótshlíðarþing um 1590-1603, Stað í Grindavík 1603-1618 og Reynivelli í Kjós 1618-1643.. Hann þótti manna best að sér, nam lækningar af enskum manni er hann var í Skálholti. Eftir hann er lækningabók og ritgerð um íslenskar jurtir og grös. Var sögufróður og samdi sönglög og þýddi talsvert af sálmum og samdi nafnaskýringar.</p>
<p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ IV bindi, bls. 17-18.</p>
Staðir
Reynivallakirkja | Prestur | 1618-1643 |
Skálholtsdómkirkja | Aukaprestur | 1584- |
Eyvindarmúlakirkja | Prestur | 1590-1603 |
Staðarkirkja í Grindavík | Prestur | 1603-1618 |
Erindi
- Í þinni ógna bræði
- Blíði guð börnum þínum ei gleym
- Sæll er sá maður
- Hvað elskulegar eru ætíð
- Lávarður vor
- Hjálp guð því munnur miskunnar er burtu
- Hvað lengi drottinn ætlar mér þú
- Herra að gista hver skal fá
- Himnar er hver má sjá
- Gefi þér drottinn svar
- Jörðin er drottins öll
- Upp til þín guð létti eg
- Mektugra synir maktar drottni
- Drottinn ríkir og ráð alls á
- Öll jörð frammi fyrir drottni
- Játið drottni og þakkið þér
- Drottinn svo til míns drottins
- Allir þeir sælir eru mjög
- Þá Ísrael út af Egyptalandi fór
- Úr djúpum mjög
Hugi Þórðarson uppfærði 12.12.2014