Marta Guðrún Halldórsdóttir 09.08.1967-

Marta Guðrún Halldórsdóttir tók sín fyrstu skref í tónlistarlífinu sem meðlimur Hljómeykis á Sumartónleikum í Skálholti á sínum unglingsárum. Að loknu söngnámi í Þýskalandi árið 1993 hefur hún starfað sem söngkona og söngkennari og komið fram með helstu kórum, hljómsveitum og kammerhópum hér á landi. Marta hefur verið í fremstu röð túlkenda á sviði samtímatónlistar. Hún hefur frumflutt og hljóðritað íslensk verk og flutt íslenska tónlist á tónleikaferðum m.a. í Japan og víða í Evrópu. Marta hefur farið með aðalhlutverk í óperum og söngleikjum í Íslensku óperunni og Þjóðleikhúsinu, verið atkvæðamikil í flutningi barrokktónlistar og hefur unnið með fjölmörgum listamönnum á því sviði.

Marta hefur lagt rækt við íslenskan tónlistararf og flutt íslensk þjóðlög í útsetningum ýmissa tónskálda, gjarnan með Erni Magnússyni píanóleikara. Þau eru stofnendur smásveitarinnar Spilmanna Ríkinis sem flytur gamla íslenska tónlist á forn íslensk hljóðfæri.

Marta Guðrún hefur stjórnað kór nemenda við Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar undanfarna tvo vetur. Vorið 2011 var hún ráðin stjórnandi Hljómeykis og stjórnaði sínum fyrstu tónleikum með sönghópnum á Norrænum músikdögum síðastliðið haust.

Textinn er af vef Sumartónleika í Skálholti 2013.

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Hljómeyki Stjórnandi 2011 2006
Spilmenn Ríkínís 2006

Stjórnandi, söngkennari og söngkona
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 17.07.2015