Anna Sigurbjörnsdóttir 20.10.1968-
<p>Anna hóf tónlistarnám sitt í Tónlistarskólanum í Garðabæ. Hún flutti sig síðan um set í Tónlistarskólann í Reykjavík og lauk þaðan blásarakennaraprófi vorið 1991. Hún hélt síðan í frekara nám til Noregs og lauk Cand. Mag. gráðu frá Tónlistarháskólanum í Osló árið 1995.</p>
<p>Í Noregi starfaði Anna með ýmsum hljómsveitum svo sem norsku útvarpshljómsveitinni, norsku óperunni og sinfóníuhljómsveitinni í Þrándheimi. Anna er einn af stofnmeðlimum blásaraoktettsins Hnúkaþeys en hefur einnig starfað reglulega með Sinfóníuhljómsveit Íslands og íslensku Óperunni.</p>
<p align="right">Vefur Sinfóníuhljómsveitar Íslands (6. desember 2008).</p>
<p>Anna lauk nýverið meistaraprófi í menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst. Hún tók við starfi tónleikastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands 15. ágúst 2013.</p>
<p align="right">Vefur Sinfóníuhljómsveitar Íslands (6. desember 2008).</p>
Tengt efni á öðrum vefjum

Blásarakennari og hornleikari | |
Ekki skráð | |
Ekki skráð |
Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 6.12.2013