Finnur Karlsson 23.01.1988-

<p>Finnur hefur fengist við tónlist frá unga aldri. Auk tónsmíða hefur hann hefur lagt stund á nám á barítónhorn, söng og raftónlist. Hann kemur einnig reglulega fram með ýmsum hljómsveitum og kórum. Helst ber þar að nefna hljómsveitina Orphic Oxtra sem gefið hefur út tvær hljómplötur og kórana Hljómeyki og Stöku.</p> <p>Finnur útskrifaðist með BA próf af tónsmíðabraut Listaháskóla Íslands vorið 2012, en aðalkennarar hans voru Úlfar Ingi Haraldsson og Atli Ingólfsson. Verk Finns hafa meðal annars flutt af Sinfóníuhljómsveit Áhugamanna, Caput og Nordic Chamber Soloists. Finnur er nú búsettur í Kaupmannahöfn, en mun hann hefja mastersnám í tónsmíðum við Konunglega danska konservatoríið næsta haust.</p> <p>Vorið 2010 varð Finnur Karlsson hlutskarpastur ásamt tveimur öðrum í Leit að nýjum tónskáldum, samvinnuverkefni tónlistarhátíðarinnar Við Djúpið, Rásar 1 og Kraums tónlistarsjóðs.</p> <p align="right">Við Djúpið – 4. nóvember 2013.</p>

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Staka Söngvari

Tengt efni á öðrum vefjum

Tónskáld
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 14.06.2016