Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir 22.07.1977-

<p>Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir stundaði söngnám hjá Rut Magnússon í Tónlistarskólanum í Reykjavík og hjá prófessor Lauru Sarti í Guildhall School of Music and Drama í London, en þar hlaut hún meistaragráðu í söng og lauk óperudeild skólans. Hún hefur komið fram á tónleikum vítt og breitt um Evrópu og í Suður-Ameríku, í tónleikasölum svo sem Henry le Boeuf Hall í Bozar í Brussel, Auditorio Nacional de Música og Teatro Real í Madrid, Glinka-sal Fílharmóníunnar í St. Pétursborg, Coliseo í Buenos Aires og Royal Festival Hall í London.</p> <p>Hún hefur sungið með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Caput, Sonor Ensemble, Sinfóníuhljómsveit Madrídar, St Petersburg State Symphony Orchestra og Philharmonia Orchestra í London, svo dæmi séu tekin. Guðrún hefur sungið í óperum á Spáni, Bretlandi og Íslandi, hlutverk eins og Öskubusku, Dorabellu, Rosinu, Romeo, Prins Orlowsky, Sesto, Tónskáldið og titilhlutverkið í Stígvélaða kettinum eftir Montsalvatge í Konunglega óperuhúsinu í Madríd. Guðrún hefur frumflutt fjölmörg tónverk eftir íslensk og erlend tónskáld, sem sum hver hafa verið samin sérstaklega fyrir hana. Hún hefur hlotið ýmis verðlaun í alþjóðlegum söngkeppnum, svo sem Kathleen Ferrier ljóðasöngsverðlaunin í Wigmore Hall í London og Joaquín Rodrigo verðlaunin í Madríd og hlotið Starfslaun listamanna í eitt ár í tvígang. Guðrún hefur sungið inn á geisladiskana: Mitt er þitt – íslensk og spænsk sönglög, Grieg-Schumann, Apocrypha sem hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin, Iepo Oneipo - Heilagur Draumur sem hlaut viðurkenninguna Editor´s Choice hjá Gramophone Magazine, Grannmetislög, Barn er oss fætt, Sigvaldi Kaldalóns: Ég lít í anda liðna tíð og English and Scottish Romantic Songs for Voice and Guitar. Guðrún er listrænn stjórnandi Kammertónleika á Kirkjubæjarklaustri.</p> <p>Guðrún söng hlutverk Ingibjargar í Ragnheiði eftir Gunnar Þórðarson og Friðrik Erlingsson hjá Íslensku óperunni árið 2014.</p> <p align="right">Af vef Íslensku óperunnar (16. mars 2016)</p> <p>Mezzo-soprano Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir has performed in concert and opera across Europe and in Latin America, at venues such as Teatro Real in Madrid, Bozar in Brussels, The Glinka Hall of St. Petersburg Philharmonia, the Buenos Aires Coliseo and The Royal Festival Hall in London. Her operatic credits include Sesto, Cenerentola, Dido, Romeo, Dorabella, Rosina, Carmen, Lazuli, Prince Orlowsky, Komponist, and el Gato con botas.</p> <p>Guðrún completed her Master of Music degree and the Opera Course at the Guildhall School of Music and Drama in London. She has received several prizes for her work, including the Kathleen Ferrier Award at Wigmore Hall, and third prize in Musica Sacra in Rome. She has recorded twelve CDs, premiered dozens of new pieces by contemporary composers, and performed as a soloist with the Iceland Symphony Orchestra, Sonor Ensemble, La Orquesta de la Comunidad de Madrid, the Philharmonic Orchestra in London and the St. Petersburg State Symphony.</p> <p align="right">From a press release for a concert in the Sigurjón Ólafsson Museum July 5th 2016</p>

Staðir

Tónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi -
Guildhall School of Music and Drama Háskólanemi -

Tengt efni á öðrum vefjum

Háskólanemi , söngkona og tónlistarnemandi
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 2.07.2016