Þórarinn Guðmundsson 27.03.1896-25.07.1979

<p><strong>Foreldrar:</strong> Guðmundur Jakobsson, trésmíðameistari og hljóðfærasmiður í Reykjavík, áður bóndi á Sauðafelli, Miðdalahr., Dal., f. 16. jan. 1860 á Ríp í Hegranesi, Rípurhr., Skag., d. 3. sept. 1933, og k. h. Þuríður Þórarinsdóttir, f. 28. ágúst 1862 í Götu, Hrunamannahr., Árn., d. 26. maí 1943.</p> <p><strong>Námsferill:</strong> Lærði píanóleik átta ára gamall hjá Önnu Petersen en hóf fyrst fiðlunám á ellefta aldursári hjá Henriette Brynjólfsson og sótti síðar tíma hjá sænskum fiðluleikara sem lék hér á landi, Oscar Johansen; fór 14 ára í tónlistarnám til Danmerkur, var nemandi Anton Svendsen og lauk prófi frá Konunglega tónlistarháskólanum í Kaupmannahöfn 17 ára að aldri; kynnti sér tónlistarlíf í Bandaríkjunum 1917 og sótti eftir það einkatíma í fiðluleik í hálft ár hjá Heinrich Schachtebeck í Leipzig og Ejnar Hansen í Hamborg 1924-1925 og í hálft misseri hjá Peder Möller í Kaupmannahöfn.</p> <p><strong>Starfsferill:</strong> Lék fyrst sígilda tónlist á kaffi- og kvikmyndahúsum og hafði hljómsveit hans um 600 sígild eða hálIsígild lög á verkefnaskrá; lék með Hljómsveit Reykjavíkur frá 1920; hóf störf hjá Ríkisútvarpinu 1930 og var m.a. hljómsveitarstjóri þess; fiðluleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands 1951-1964; var tónlistarkennari í Reykjavík áratugum saman.</p> <p>Samdi ýmis þekkt verk, m.a. á þriðja hundrað smálaga og tvær kantörur, Félags- og trúnaðarstörf: Gekk í Frímúrararegluna 1923; var einn stofnenda FÍH 1940 og fyrsti formaður þess.</p> <p align="right">Sjá nánar: Sinfóníuhljómsveit Íslands – saga og stéttartal, bls. 250. Sögusteinn 2000.</p> <p>Þórarinn var fyrsti Íslendingurinn til að ljúka prófi í fiðluleik við erlendan skóla, en árið 1913 lauk hann prófi frá Tónlistarháskólanum í Kaupmannahöfn og stundaði síðar framhaldsnám í Þýskalandi. Þórarinn kenndi fiðluleik um langt skeið en hann var fyrsti formaður og stjórnandi Hljómsveitar Reykjavíkur 1921. Árið 1930 varð hann starfsmaður Ríkisútvarpsins og var lengi stjórnandi hljómsveitar þess. Hann stofnaði Félag Íslenskra tónlistarmanna árið 1939 og var formaður þess fyrstu árin. Síðustu starfsár sín lék Þórarinn með Sinfóníuhljómsveit Íslands eða þar til hann náði eftirlaunaaldri.</p> <p align="right">Af Wikipedia-síðu um Þórarinn [Skoðað 15. september 2013].</p> <p>Sjá nánar: Ingólfur Kristjánsson: <i>Strokið um strengi – endurminningar Þórarins Guðmundssonar fiðluleikara og tónskálds</i>. Reykjavík: Setberg, 1966.</p>

Staðir

Konunglegi tónlistarháskólinn í Kaupmannahöfn Tónlistarnemandi -1913

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Hljómsveit Reykjavíkur Konsertmeistari 1925 1931
Sinfóníuhljómsveit Íslands Fiðluleikari 1951 1964
Útvarpshljómsveitin Fiðluleikari og Stjórnandi

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Fiðlukennari , fiðluleikari , stjórnandi , tónlistarnemandi og tónskáld

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 24.08.2016