Andri Björn Róbertsson 24.02.1989-

<p>Andri Björn bass-barítón söngvari fæddist í Reykjavík 1989. Hann byrjaði að syngja í kór fimm ára gamall, byrjaði í kórastarfinu í Langholtskirju níu ára gamall og söng í kórum kirkjunnar undir stjórn Jóns Stefánssonar. Hann byrjaði í söngtímum tíu ára gamall hjá Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur, sem var kennari hans þangað til hann útskrifaðist með burtfararpróf frá Söngskólanum í Reykjavík vorið 2010.</p> <p>Andri hefur sótt einkatíma og masterklassa hjá t.d. Richard Stokes, Kristni Sigmundssyni, Ian Partridge, Richard Bonynge, Sir Thomas Allen, Dalton Baldwin, Dennis O‘Neill, José Carreras and Dame Kiri Te Kanawa. Hann sótti Solti Te Kanawa Accademia di bel canto á Ítalíu sumarið 2009 í boði Dame Kiri and einnig sótti Andri Samling námskeiðið í Cumbria í Englandi.</p> <p>Óperuhlutverk Andra eru m.a. Sarastró í Töfraflautunni eftir Mozart, Don Vilotto í La vera costanza eftir Haydn og Gremin í Eugene Onegin eftir Tchaikovsky, auk þess að hafa sungið í Jóhannesarpassíunni og kantötum eftir Bach, Sköpuninni eftir Haydn, Messa di Glora eftir Puccini, Messíasi eftir Handel og Krýningarmessunni og Sálumessu eftir Mozart. Hann hefur einnig haldið ljóðatónleika bæði á Íslandi og erlendis, og hefur sungið í tónleikasölum á borð við Wigmore Hall og St Martin in the Fields.</p> <p>Andri hefur unnið til þó nokkurra verðlauna fyrir söng sinn, t. a. m. einleikararkeppni SÍ og LHÍ 2010, Major van Someren-Godfery verðlaunin 2010 fyrir ensk sönglög, Joan Chissell verðlaunin 2011 fyrir Schumann-ljóð, Marjorie Thomas ljóðaverðlaunin 2011, auk þess að vinna önnur verðlaun og áhorfendaverðlaunin í Maureen Lehane söngkeppninni í Wigmore Hall 2011, vinna önnur verðlaun í Richard Lewis/Jeans Shanks keppninni og syngja í úrslitum Oxford ljóðakeppninnar 2011.</p> <p>Hann stundar nú nám við óperudeild Royal Academy of Music í London, þar sem hann er einnig partur af Song Circle ljóðadeildinni og Bach-kantötu tónleikaröðinni. Kennarar hans eru Mark Wildman og Jonathan Papp.</p> <p align="right">Af vef tónleikaraðarinnar „Tónsnillingar morgundagsins“ (2013).</p>

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Söngvari
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 3.12.2013