Þorvaldur Stephensen (Þ. Pétursson) 07.09.1830-31.08.1860

Prestur. Stúdent frá Lærða skólanum 1853, Og cand. theol. frá Prestaskólanum 14. júlí 1853. Varð aðstoðarprestur hjá föður sínum á Torfastöðum25. júlí 1858 og vígður 5. september sama ár. Settur til prestsþjónustu á Torfastöðum frá fardögum 1860 og þjónaði þar til æviloka.

Heimild: Guðfræðingatal 1847-2002 eftir Gunnlaug Haraldsson bls. 905

Staðir

Torfastaðir Aukaprestur 25.07. 1858-1860
Torfastaðir Prestur 11.05. 1860-11.05.1860

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 10.01.2019