Ólafur Jónsson 1570 um-03.04.1658

<p>Prestur. Lærði íHólaskóla. Skráður við Hafnarháskóla 16.10. 1596, talinn heyrari á Hólum 1598 og vígðist kirkjuprestur þar árið 1600. Var rektor þar 1604-11 og hélt Mel fyrir Arngrím Jónsson, lærða, 1611-1630 og var prófastur í Húnaþingi. Tók við Miklabæ og hélt til æviloka og var prófastur þar 1639-1649. Talinn manna best að sér og var vel látinn.</p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ IV bindi, bls. 58. </p>

Staðir

Hóladómkirkja Prestur 1600-1611
Miklabæjarkirkja Prestur 1630-1658
Melstaðarkirkja Prestur 1611-1630

Aukaprestur , prestur , prófastur og rektor
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 12.01.2017