Elín Gunnlaugsdóttir 22.04.1965-

<p>Elín Gunnlaugsdóttir er starfandi tónskáld og tónlistarkennari á Selfossi. Hún lauk tónmenntakennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1987. Útskrifaðist frá sama skóla úr tónfræðadeild árið 1993. Þar sem kennarar hennar í tónsmíðum voru þeir Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson og Guðmundur Hafsteinsson. Árið 1998 lauk hún post graduatenámi frá Konunglega tónlistarháskólann í Den Haag og þar voru kennarar hennar í tónsmíðum þeirTheo Loevendie og Diderik Haakma Wagenaar.</p> <p>Á námsárum sínum tók hún virkan þátt í UNM - hátíðum (Ung Nordisk Musikfest) og voru verk hennar á þeim tíma flutt á fimm hátíðum í fjórum löndum. Veturinn 1995 - 1996 var hún valin ein af fjórum norrænum þátttakendum í tónsmíðaverkstæði Sinfóníu-hljómsveitarinnar í Stavanger og sumarið 1998 og 2004 var hún staðartónskáld Sumartónleikanna í Skálholti. </p>

Staðir

Eyrarbakkakirkja Organisti 1992-1993

Tengt efni á öðrum vefjum

Hugi Þórðarson uppfærði 12.12.2014