Eyjólfur Sturluson 02.10.1746-10.11.1783

<p>Prestur. Stúdent frá Skálholtsskóla 1770. Fékk Prestbakka í Hrútafirði 22. ágúst 1771 og Brjánslæk 31. júlí 1779 og var þar til dauðadags. Hann þjáðist af heilsuleysi og leiddi af því harðlyndi og stirðlyndi og jafnvel sturlun sem endaði með því að sóknarbörnin kærðu hann til biskups og samdist svo um að hann tæki sér aðstoðarprest sem hann gerði en lést þá nokkrum vikum síðar. Var talinn gáfumaður og svo andríkur kennimaður að til dæma var jafnað, siðavandur og stilltur.</p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ I bindi, bls. 464-65. </p>

Staðir

Prestbakkakirkja Prestur 22.08.1771-1779
Brjánslækjarkirkja Prestur 31.07.1779-1783

Prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 9.06.2015