Soffía Björg Óðinsdóttir 14.08.1985-

Soffía Björg Óðinsdóttir, söngkona, laga- og textahöfundur, nýtur sín best heima í sveitinni þegar hún semur lögin sín. Fyrsta platan er væntanleg í byrjun sumars en Soffía Björg hefur undirbúið hana í heilt ár.

Soffía Björg er ein átta systkina frá bænum Einarsnesi, rétt utan við Borgarnes. Tónlistin hefur ávallt verið ríkur þáttur á heimilinu og þessi stóri hópur kemur gjarnan saman, syngur og leikur tónlist. Móðir hennar er Björg Karitas Jónsdóttir sópransöngkona og amma er Soffía Karlsdóttir, leik- og söngkona. Faðir hennar, Óðinn Sigþórsson, grípur gjarnan í nikkuna, píanó og gítar. Þá er systir Soffíu, Kristín Birna, einnig söngkona. Það er því óhætt að segja að þetta sé tónelsk stórfjölskylda í Borgarfirðinum. „Ég held að það sé tónlist í okkur öllum systkinunum. Það er tónelskt fólk í báðum ættum,“ segir Soffía. „Það hefur alltaf verið líf og fjör á þessum bæ.“ ...

Úr umfjöllun um Soffíu Björg á Visi.is, 25. apríl 2015.

Staðir

Listaháskóli Íslands Háskólanemi 2011-2014
Söngskólinn í Reykjavík -
Tónlistarskóli Félags íslenskra hljómlistarmanna -

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Brother Grass Söngkona og Gítarleikari 25.08.2010

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Háskólanemi, lagahöfundur, söngkona og tónskáld
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 30.04.2015