Jóhann Pálsson 24.04.1795-28.07.1840

Prestur. Stúdent úr heimaskóla Steingríms Jónssonar biskups 1818. Var síðan sýsluskrifari og Geir biskupi Vídalín einn vetur. Var einn vetur í tvígang í HöfnFékk AUðkúlu 10. september 1832 og hélt til æviloka. Vel gefinn maður og vel látinn en gerðist heilsutæpur þótt hraustlegur væri og var eignað drykkju og bar þó lítt á.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ III bindi, bls. 27-28.

Staðir

Auðkúlukirkja Prestur 10.09.1832-1840

Biskupsritari, prestur og sýsluskrifari
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 8.07.2016