Sigurbjörn Bernharðsson 04.05.1972-

<p>Sigurbjörn Bernharðsson hóf fiðlunám fimm ára gamall hjá Gígju Jóhannsdóttur í Tónmenntaskóla Reykjavíkur og lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1991. Aðalkennari hans þar var Guðný Guðmundsdóttir. Sigurbjörn lauk BM prófi 1995 frá Oberlin Conservatory og MM frá Northen Illinois háskólanum í Chicago. Aðalkennarar hans voru Vamos hjónin, Shmuel Ashkenasi og Matias Tacke. Sigurbjörn hefur einnig notið leiðsagnar og unnið með meðlimum Vermeer, Tokyo og Emerson kvartettanna auk Beaux Arts tríósins. Sigurbjörn hlaut ýmsar viðurkenningar á námsárum sínum.</p> <p>Sigurbjörn er meðlimur í Pacifica strengjakvartettnum og leikur með þeim um 90 tónleika árlega um allan heim. Hann hefur komið fram í mörgum helstu tónleikasölum heims svo sem Wigmore Hall, Carnegie Hall, Alice Tully Hall, Suntory Hall í Tókýó og Köln Philharmonie. Sigurbjörn hefur komið fram sem einleikari á fjölda hátíða um allan heim. Með Pacifica kvartettnum hlaut hann Grammy verðlaunin árið 2009, Avery Fisher Career grant og Musical America Ensemble of the year verðlaunin.</p> <p>Sigurbjörn er prófessor í fiðluleik og kammertónlist við Jacob School of Music Indiana University. Hann býr í Bloomington Indiana ásamt eiginkonu sinni og tveimur börnum.</p> <p align="right">Unnið úr nýlegum fréttatilkynningum – 16. september 2013. Jón Hrólfur.</p>
Fiðlukennari , fiðluleikari , prófessor og tónlistarmaður
Ekki skráð

Hugi Þórðarson uppfærði 16.09.2013